Réttur


Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 42

Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 42
ist hvorki við að beita löggjöf né atvinnu- leysi til að beygja launþega undir vilja sinn. Út úr þeim átökum kom verkalýðs- hreyfingin marghert í upphafi áttunda áratugsins, en þá má segja, að hún hafi unnið sigur á efnahagsstefnu viðreisnar- innar. Talsverðan þátt í þeim sigri átti sú tiltölulega hagstæða hugmyndafræði, sem ríkjandi var um þær mundir. Af ýmsum ástæðum, þ.á m. hervirkjum Bandaríkja- manna í Víetnam, voru hugmyndafræði- legir meginstraumar umheimsins tiltölu- lega róttækir og höfðu umtalsverð áhrif hér á landi sem annars staðar. Á stjórn- málasviðinu endurspegluðust þessar nýju aðstæður m.a. í frægum kosningasigri stjórnarandstöðunnar 1971, þar sem verkalýðssinnaðir flokkar, Alþýðubanda- lagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, hlutu fjórðung þingsæta. Þessir flokkar mynduðu síðan, ásamt Framsókn- arflokknum, sem á þessum árum hafði tekið upp framsæknustu stefnu sína í áratugi, vinstri stjórnina 1971-4. Þessi staða gjörbreyttist um miðjan áratuginn. í kjölfar olíukreppunnar 1973- 4 og hinnar breyttu tekjuskiptingar á milli iðnríkja og þróunarlanda, sem af henni leiddi, óx afturhaldsamri hugmyndafræði mjög fiskur um hrygg á vesturlöndum. Um svipað leyti féll vinstri stjórnin hér á landi. Samtök frjálslyndra og vinstri manna biðu afhroð í þingkosningunum 1974, og Framsóknarflokkurinn sneri upp hægri hliðinni og myndaði afar auðvalds- sinnaða ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkn- um. Sú ríkisstjórn gekk í einu og öllu erinda atvinnurekenda. Flelsta verkefni hennar var að skerða hlutdeild launþega í þjóðartekjunum. Það gerði hún annars vegar með því að skerða kaupmátt launa, hins vegar með því að fá atvinnurekend- um aukið ráðstöfunarfé með niðurgreiddu fjármagni, auknu sjálfræði í verðákvörð- unum o.s.frv. Ein afleiðing þessara ráð- stafana var hinn mikli samdráttur þjóðar- tekna 1975-76 og hrun kaupmáttar taxta- kaups launþega langt umfram þennan samdrátt. Verkalýðshreyfingin átti um þessar mundir við mikla erfiðleika að etja. Kjós- endur höfðu hafnað ríkisstjórn, sem hún hafði í raun stutt. Innan hreyfingar- innar var veruleg pólitísk sundurþykkja, sem m.a. átti sinn þátt í falli vinstri stjórnarinnar. Síðast en ekki síst bjó hreyfingin við sterkan hugmyndafræði- legan andbyr. Um allan hinn vestræna heim hafði orðið afturhvarf til auðvalds- sinnaðra efnahagsúrræða í kjölfar olíu- kreppunnar. Ásamt hinum ágjörnu araba- höfðingjum voru verkalýðssamtök og launakröfur þeirra gerðar að sökudólgin- um fyrir verðbólgunni. Þessi atriði drógu svo mátt úr verkalýðshreyfingunni, að hún varð, nánast möglunarlaust, að kyngja hinu yfirdrifnu kjaraskerðingum hægri stjórnar Geirs Hallgrímssonar þar til sumarið 1977. í kjölfar gagnsóknar verkalýðshreyf- ingarinnar 1977-8 beið ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins mikinn kosningaósigur. Þá mynduðu Al- þýðubandalag, Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur ríkisstjórn, sem miklar vonir voru bundnar við. Þær vonir urðu hins vegar að engu, þegar í ljós kom að forystumenn Alþýðuflokksins voru síður en svo verkalýðssinnaðir en á hinn bóginn gegnsýrðir íhaldssamri hugmyndafræði, jafnt í efnahagsmálum, þar sem þeir voru meiri talsmenn peningastefnunnar (,,monetarismans“) en jafnvel Sjálfstæðis- menn, sem á öðrum sviðum þjóðmála. Þessi niðurstaða kjaramálaátakanna 1977-8 og eftirfarandi kosninga hafa vafa- 234
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.