Réttur - 01.10.1982, Side 18
var henni um aö boða kristinn sið þeim
þjóðum sem hún þröngdi undir veldi sitt,
enda hefur skattpeningur goldist að jöfnu
kristi og keisara víðast hvar þar sem
vestrænir landstjórnarmenn hafa sælst til
ríkja í öðrum heimsálfum. Eitthvað
virðist drottningu hafa orðið ágengt við
þetta trúboð í Kákasuslöndum; a.m.k.
taldist sendimönnum hennar svo til að í
héruðum Osseta hefði hver maður látið
skírast sex sinnum, enda goldinn gullpen-
ingur fyrir hverja dýfu og skyrta að
baugþaki.
Allt fyrir það virðist hvorugur siðurinn
hafa verið ræktur af mikilli guðrækni.
Hjá kristnum mönnum þótti skjaldan koma
að sök þótt sveit yrði prestlaus nokkra
mannsaldra, eða biskupslaust svo öldum
skipti; og líkt var múslimum farið að sínu
leyti. Fólk hélt áfram að blóta þau goð
sem fylgt höfðu ætt og kynkvísl frá örófi
alda, og rækti gaumgæfilega fornan heið-
inn sið þó það játti hinum suðrænu
trúarbrögðum til málamynda. Það munar
lítið um nýtt goð þar sem mörg eru fyrir,
auðvelt að leggja helga menn og guðsvini
að jöfnu við álfa og haugbúa; Pétur
postuli hefur t.d. brugðið sér í gerfi
alansks fljótaguðs og kallast Donbettyr,
Vatnspétur. Hjá Ossetum virðast dagar
kristins dóms nú vera taldir, en heiðnar
venjur og heiðin goð halda enn virðingu
sinni; höfundur þessara lína hefur verið
við ossetisk blót sem framin voru að
fornum sið og af tiginmannlegri alvöru.
Hvarvetna í Kákasusfjöllum eru enn
færðar fórnir hollum vættum, þeim sem
búa í eikum eða hólum eða lindum elíegar
öðrum stöðum í náttúrunni. Hefur um öll
þessi fræði verið samið ógrynni af bókum
og ritgerðum bæði innanlands og utan.
Hér hefur að vísu verið fariö hratt yfir
sögu, og einsætt að margt vantar í það
sem heyrir til fullkominnar frásagnar. Og
reyndar er oft erfitt að átta sig á hvað satt
er í kákasiskum fornfræðum — fornöld
lýkur hér í raun réttri ekki fyrr en í tíð
langafa þeirra sem nú lifa. Ritaðar heimild-
ir eru fáar, öngvar innlendar, og flestar í
brotum sem torvelt er að setja saman í
eina heild. Stórkostlegar framfarir hafa
orðið í fornleifavísindum síðasta manns-
aldur, og eins í málfræði og rannsóknum
á þjóðsögum, munnmælum og fornurn
skáldskap; en ekki er vinnandi vegur
einum manni að vita skil á því öllu.
Kákasusþjóðir eiga allar sammerkt um
það að þeim er afar annt um sögu sína og
þjóðlega menningu; ossetiska málfræðin
sem kom út í tveimur bindum á árunum
1963—69, og ossetisk orðsifjabók V. I.
Abaéfs þar sem enn á eftir að reka á
smiðshöggið, eru m.a. til sannindamerkis
um það; — bækur að vísu sem íslendingar,
gömul fræðaþjóð, eiga enn öngvar þvílík-
ar. En ekki er þá alltaf verið að draga úr
ágætisverkum forfeðranna, og þurfa sam-
landar mínir ekki um langan veg að leita
líkra dæma.
Nú gerast þeir atburðir seint á 18du öld
að íslömsk rétttrúnaðarstefna verður
fátækum fjallabændum í Kákasus sú
hugsjón sem þeir beita fyrir sig í baráttu
við kúgara sína innlenda og erlenda, og
þá nágrenndarmenn aðra sem þeir þóttust
eiga heiftir að gjalda. Stuttu eftir 1780
tókst tsétsénskum trúarleiðtoga, Sjeik
Mansúr, að safna liði um öll norðurfjöllin
en þó einkanlega í Tsétséníu og Dagestan,
landinu við Kaspíhaf, og hefja „heilagt
stríð“ gegn Rússum. Mansúr, eða Úsj-
úrma eins og hann hét í heimkynnum
sínum í fyrstunni, var fátækur og mennt-
unarlaus hirðingi, en virðist á fullorðins-
aldri hafa komist í kunningsskap við
andleg bræðralög eða sambönd heilagra
210