Réttur


Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 43

Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 43
laust leitt til vantrúar alþýðufólks á því, að verkalýðsbarátta og atkvæðastuðning- ur við A-flokkana svonefndu geti verið raunhæf leið til kjarabóta og betra þjóð- félags. í kosningum 1979 jókst fylgi íhalds- flokkanna, Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks, á nýjan leik en Alþýðubandalagið tapaði fylgi. Þannig náðu íhaldsöflin á ný til sín því pólitíska valdi, sem hinar félagslegu og hugmyndafræðilegu aðstæð- ur í þjóðfélaginu gáfu til kynna. í fram- haldi af því var það sérstök tilviljun, sem þakka má persónulegri valdastreitu innan Sjálfstæðisflokksins og einstæðs skorts formanns hans á forystuhæfileikum, að ekki var mynduð hér hreinræktuð íhalds- stjórn. Þess í stað hefur síðan 1980 ríkt í landinu ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, sem er undarleg blanda íhaldssamra og verkalýðssinnaðra sjónarmiða. I þessu pólitíska millibilsástandi, ef svo má að orði komast, hafa samtök launafólks því miður ekki haft mátt til að ná til sín frumkvæðinu um mörkun kjaramálastefn- unnar frá atvinnurekendum. Þeim hefur ekki tekist að komast út úr þeirri hug- myndafræðilegu kreppu, sem að ofan var lýst. Hin pólitíska og efnahagslega fram- vinda í nágrannalöndunum sýnir, að þar hefur hin auðvaldssinnaða efnahagshug- myndafræði náð sterkri fótfestu í hugum kjósenda. Sömu sögu má eflaust segja hér á landi. A.m.k. hefur hér ekki linnt áróðri hagsmunasamtaka atvinnurekenda í þess- um málum. Þar sem verkalýðshreyfingin og stjórnmálasamtök hennar hafa ekki verið þess umkomin að koma á framfæri trúverðugri efnahagshugmyndafræði af sinni hálfu hefur henni ekki tekist að afla þess stuðnings almennra félagsmanna sinna, sem hefði gert henni kleift að fylgja kjarakröfum sínum eftir í verki. Framvinda efnahags- og kjaramála á áttunda áratugnum er í ótrúlega ríkum mæli spegilmynd þeirrar félags-pólitísku framvindu, sem nú hefur verið rakin. Á árunum 1970-74 bötnuðu lífskjör vinnandi fólks hröðum skrefum. Sé miðað við kauptaxta verkamanna og iðnaðar- manna annars vegar og vísitölu fram- færslukostnaðar hins vegar jókst kaup- máttur kauptaxta launþega að jafnaði um nálægt 6% árlega á þessum 4 árum og var árið 1974 orðin 28% hærri en hann var 1970. Skyndileg þáttaskil urðu í þessum efnum árið 1975. Umræddur kaupmáttur var þá lækkaður um nær 12% á einu ári. Jafnframt tók að mestu fyrir frekari aukn- ingu kaupmáttar. Á árunum 1976-81 jókst kaupmáttur launataxta verkamanna og iðnaðarmanna aðeins um 1% á ári að jafnaði, en sé miðað við grunnárið 1974 var meðalsamdráttur kaupmáttar á tíma- bilinu 1% á ári. Frá sjónarmiði launþega hefur því heldur lítið farið fyrir efnahags- legum framförum síðastliðin 7 ár. Þróun kaupmáttar kauptaxta verkarnanna og iðnaðarmanna er nánar lýst í línuriti 1. Frá reikningslegu sjónarmiði má rekja hina óhagstæðu kaupmáttarþróun síðan 1974, til tveggja atriða. Annars vegar þess, að aukning þjóðartekna á vinnandi mann hefur orðið mun hægari en áður. Hins vegar þess, að kauptaxtar hafa á þessu tímabili dregist aftur úr aukningu þjóðartekna. Á árunum 1970-74 uxu þjóðartekjur á hvern vinnandi mann óvenju hratt eða um rúm 5% á ári. Kaupmáttur kauptaxta fylgdi þessum vexti allnáið og jókst reynd- ar heldur hraðar, þegar á tímabilið í heild er litið. Síðan 1975 hefur hagvöxtur á mann hins vegar verið afar hægur. Þjóðar- tekjur á hvern vinnandi mann hafa á þessu tímabili vaxið um vel innan við 2% á ári 235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.