Réttur


Réttur - 01.10.1982, Side 43

Réttur - 01.10.1982, Side 43
laust leitt til vantrúar alþýðufólks á því, að verkalýðsbarátta og atkvæðastuðning- ur við A-flokkana svonefndu geti verið raunhæf leið til kjarabóta og betra þjóð- félags. í kosningum 1979 jókst fylgi íhalds- flokkanna, Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks, á nýjan leik en Alþýðubandalagið tapaði fylgi. Þannig náðu íhaldsöflin á ný til sín því pólitíska valdi, sem hinar félagslegu og hugmyndafræðilegu aðstæð- ur í þjóðfélaginu gáfu til kynna. í fram- haldi af því var það sérstök tilviljun, sem þakka má persónulegri valdastreitu innan Sjálfstæðisflokksins og einstæðs skorts formanns hans á forystuhæfileikum, að ekki var mynduð hér hreinræktuð íhalds- stjórn. Þess í stað hefur síðan 1980 ríkt í landinu ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, sem er undarleg blanda íhaldssamra og verkalýðssinnaðra sjónarmiða. I þessu pólitíska millibilsástandi, ef svo má að orði komast, hafa samtök launafólks því miður ekki haft mátt til að ná til sín frumkvæðinu um mörkun kjaramálastefn- unnar frá atvinnurekendum. Þeim hefur ekki tekist að komast út úr þeirri hug- myndafræðilegu kreppu, sem að ofan var lýst. Hin pólitíska og efnahagslega fram- vinda í nágrannalöndunum sýnir, að þar hefur hin auðvaldssinnaða efnahagshug- myndafræði náð sterkri fótfestu í hugum kjósenda. Sömu sögu má eflaust segja hér á landi. A.m.k. hefur hér ekki linnt áróðri hagsmunasamtaka atvinnurekenda í þess- um málum. Þar sem verkalýðshreyfingin og stjórnmálasamtök hennar hafa ekki verið þess umkomin að koma á framfæri trúverðugri efnahagshugmyndafræði af sinni hálfu hefur henni ekki tekist að afla þess stuðnings almennra félagsmanna sinna, sem hefði gert henni kleift að fylgja kjarakröfum sínum eftir í verki. Framvinda efnahags- og kjaramála á áttunda áratugnum er í ótrúlega ríkum mæli spegilmynd þeirrar félags-pólitísku framvindu, sem nú hefur verið rakin. Á árunum 1970-74 bötnuðu lífskjör vinnandi fólks hröðum skrefum. Sé miðað við kauptaxta verkamanna og iðnaðar- manna annars vegar og vísitölu fram- færslukostnaðar hins vegar jókst kaup- máttur kauptaxta launþega að jafnaði um nálægt 6% árlega á þessum 4 árum og var árið 1974 orðin 28% hærri en hann var 1970. Skyndileg þáttaskil urðu í þessum efnum árið 1975. Umræddur kaupmáttur var þá lækkaður um nær 12% á einu ári. Jafnframt tók að mestu fyrir frekari aukn- ingu kaupmáttar. Á árunum 1976-81 jókst kaupmáttur launataxta verkamanna og iðnaðarmanna aðeins um 1% á ári að jafnaði, en sé miðað við grunnárið 1974 var meðalsamdráttur kaupmáttar á tíma- bilinu 1% á ári. Frá sjónarmiði launþega hefur því heldur lítið farið fyrir efnahags- legum framförum síðastliðin 7 ár. Þróun kaupmáttar kauptaxta verkarnanna og iðnaðarmanna er nánar lýst í línuriti 1. Frá reikningslegu sjónarmiði má rekja hina óhagstæðu kaupmáttarþróun síðan 1974, til tveggja atriða. Annars vegar þess, að aukning þjóðartekna á vinnandi mann hefur orðið mun hægari en áður. Hins vegar þess, að kauptaxtar hafa á þessu tímabili dregist aftur úr aukningu þjóðartekna. Á árunum 1970-74 uxu þjóðartekjur á hvern vinnandi mann óvenju hratt eða um rúm 5% á ári. Kaupmáttur kauptaxta fylgdi þessum vexti allnáið og jókst reynd- ar heldur hraðar, þegar á tímabilið í heild er litið. Síðan 1975 hefur hagvöxtur á mann hins vegar verið afar hægur. Þjóðar- tekjur á hvern vinnandi mann hafa á þessu tímabili vaxið um vel innan við 2% á ári 235

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.