Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 28
um, og er ekkert merkilegt við það.
Ossetiskar bækur voru í þá daga ekki
samdar af vandlátum fagurkerum öldum
upp á pipruðum menningarkrásum í
Samarkand, París eða Sántipétursborg,
heldur af framtakssömum sveitadrengjum
sem í mesta lagi höfðu gengið á rússnesk-
an kennaraskóla. Að orðfæri og hugsun
eru bókmenntir Osseta á þessum tímum —
og reyndar lengi síðan — óbrotnar og al-
þýðlegar, og efnið sótt í hversdagsleg mál-
efni innansveitarmanna eða þjóðleg fræði;
en þær bera með sér einlægni og andlega
ráðvendni. Ef ég ætti að tilgreina eitthvað
til samjöfnunar úr heimahögum, detta
mér helst í hug þingeysku aldamótaskáld-
in eða norskir raunsæishöfundar, t.a.m.
Alexander Kielland eða Jónas Lie.
Ekki verður þó sagt að skriður kæmi á
bókmenntir Osseta svo um munaði, fyrr
en bylting bolsévika var gengin um garð.
Allur þorri menntamanna, fámenn sveit
að vísu, virðist hafa gengið í lið með nýju
stjórninni og látið sitt að mörkum endur-
sköpum þjóðfélagsins til eflingar. Stöku
menn völdu þó þann kost að fara búferlum
í önnur lönd, en þeir urðu snemma
viðskila við menningarlíf samlanda sinna
og dagaði uppi á víð og dreif um heiminn.
Ömurlegt er t.d. að hugsa sér jafngáfaðan
höfund og Gappo Baéf þar sem hann ver
til þess ellidögum sínum vestur í Berlínar-
borg að snara Daníelsbók á móðurmál sitt
Þjóðverjum til skemmtunar; má þó vera
að þau skáld séu farsælust sem yrkja
sjálfum sér einum til hugarhægðar.
Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til
þess að setja sér fyrir sjónir þá örðugleika
sem menntafrömuðir nýja tímans áttu við
að stríða bæði í Ossetíu og annars staðar
í Kákasusfjöllum, fáeinir efnalausir hug-
sjónamenn í örsnauðu landi þar sem
enginn innlendur skóli var til, og varla
bók né blað, líklega ekki nema þrír menn
af hundraði læsir. Eins og kunnugt er lét
sofétstjórnin það verða sitt fyrsta verk að
kenna öllum þegnum sínum lestur og
skrift, hverri þjóð á tungu sjálfrar sín eftir
því sem föng voru á; áttu þó sumar ekki
stafróf áður. Hér vantaði allt til alls:
dagblöð, tímarit og bækur um einfalda
frumparta verklegra og pólitískra fræða,
rithöfunda til þess að semja þessi fræði,
skóla, kennara, prentsmiðjur, prófarka-
lesara; stundum urðu skáldin að hlaupa
frá hálfortu kvæði til þess að setja saman
stafrófskver. Það þarf engan að furða þó
oft reyndi meira á þolinmæði og þrálæti
hjá ungum brautryðjendum óborinnar
hámenningar en skáldlega andagift, þar
sem þeir strituðust við þegnskylduverk
byltingarinnar og sósíalismans, og ekki
öllum væri jafnvel lagið að færa sjötugum
fjósakonum heim sanninn um nytsemi
bókvitsins; hér á undan hefur verið minnst
á endurminningar Nígers skálds frá þeim
tímum er hann var fyrir skólahaldi frammi
í afdölum. Þó er ekki trútt um að sumum
starfsbræðrum þessara manna á vestur-
löndum verði ekki hugsað til þeirra með
öfund, því þeir gátu þó alténd haft fyrir
satt að þeir ynnu annað en þarfleysuverk.
Um þennan kapítula í menningarsögu
bolsévismans er reyndar orðið svo auðvelt
að afla sér sannrar vitneskju nú á tímum,
ólíkt því sem var þegar ég var að alast
upp, að ekki tekur því að fara frekar út í
þá sálma hér. Samt veit ég ekki betur en
Gerska ævintýrið sé enn skilmerkilegasta
frásögn sem til er á íslensku um minni-
þjóðamálefni og fræðslustefnu Sofétríkj-
anna á fyrri árum; ef einhver man lengur
þá góðu bók.
Bókmenntir Osseta liafa eftir bylting-
una að mestu leyti fylgt sömu stefnu og
aðrar sofétbókmenntir, í þá líking sem
220