Réttur


Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 24

Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 24
ernisrómantíkurinnar; — svipaðar sögur mætti segja úr öðrum stöðum). Uppreisnir bænda á 18du og 19du öld voru óyndisúrræði örvinglaðs fólks, og virðast ekkert gott hafa leitt af sér; oddvitarnir voru litlir stjórnvitringar, Sjamyl a.m.k. grimmur harðstjóri og líklega síst betri en þeir sem hann átti í höggi við. Samt sem áður urðu þessir menn að merki einhvers konar frjálsræð- isanda, þó fjarskyldur sé að vísu þeim þjóðfrelsishugsjónum sem við lærðum í rómantíkinni; jarteiknuðu, ef svo mætti segja, liðna tímann, löngun ættar og kynkvíslar til þess að mega búa að sínu í friði og hlíta sjálfri sér; um síðir eru þeir orðnir nafntogaðir stigamenn og forn- kappar á ótiltekinni hetjuöld og farið að yrkja um þá; sama hlutskipti átti fyrir Stalín að liggja. Með Rússum kom að vísu ánauð og yfirgangur, ný landstjórn og nýir sjúkdómar, torskilin hjátrú og marghátt- aður hégómi og ginningar. Oft hefur þó ánauðugum smábændum og leiguliðum mátt standa á sama hvor fanturinn sat yfir hlut þeirra, ármaður keisarans eða einhver innlendur smákóngurinn; gott hvort ekki gat verið vörn í fjarkomnum yfirboðara í ókunnu landi gegn harð- ráðum héraðshöfðingja heima fyrir; vitur maður hefur sagt að þeir konungar dugðu oss best sem voru oss fjarstir. Hitt var þó meira um vert að Rússar komu með ýmis- konar verklegar nýjungar og gagnlegar tilfæringar sem mátti hafa til þess að bæta lífsafkomuna (og til þess að spilla henni), og fjölbreytilegri menntun og skemmtan- ir; en þó einkanlega nýtt hugboð um eitthvað annað en það sem var, um eitthvað sem var allt allt öðruvísi... Og þeir höfðu ritlistina með sér. Öngvar líkur eru til þess að neitt væri ritað á alönsku né öðrum írönskum forntungum í Svartahafslöndum. Erm- lendingar og Georgíumenn tóku við kristni á ofanverðum fornöldum og hófu upp úr því að setja saman bækur, og því hafa þeir haldið áfram allt fram á þennan dag. Gotar, nágrannaþjóð Alana að vestanverðu, komu sér snemma upp biblíuþýðingu, og við höfum jafnvel pata af sömu framtakssemi hjá Húnum þó lítið sé reyndar um þau efni vitað. Á sogðnesku og kótönsku, írönskum málum í Mið-Asíu náskyldum ossetisku, eru til miklar bók- menntir frá fornöld og miðöldum. Avesta, heilög ritning írana fyrir sunnan og austan Kaspíhaf, mun hafa verið færð í letur snemma á miðöld, þó textarnir séu að vísu eldri, og um líkt leyti er farið að semja bækur á pehleví, ritmáli Persa sem þá var; persneskar bókmennir klassískar hófust aftur ekki fyrr en í íslömskum sið, á 9ndu öld. Pað vantaði sem sé ekki bókvitið hjá frændþjóðum og nágrönnum. Ossetar eiga það sammerkt við grannþjóðir sínar fyrir norðan Kákasusfjöll að þeir tóku ekki að iðka ritlist fyrr en þeir Iærðu það af Rússum á öldinni sem leið. Af skýþ- neskri list og öðrum fornmenjum sést þó að ekki hefur þetta tómlæti um klerklegar íþróttir stafað af fátækt eða menningar- leysi. En leturlist var í fyrri daga ekki jafn- nauðsynleg og nú mun þykja, og í raun réttri stórvirki að koma sér upp bók. Germanir vestar í álfunni voru heldur ekkert að flýta sér að læra að lesa og skrifa. Alkunnugt er að íranskar þjóðir áttu sér í fornöld ógrynni hetjuljóða og sagnakvæða sem varðveittust í munnmæl- uni kynslóð fram af kynslóð. Mesta frægð hafa þessi fræði hlotið með Konungasög- um persneska skáldsins Firdásís sem ortar voru kringum árið 1000, og eru einhver nafntoguðust kappakvæði í heimsbók- 216
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.