Réttur


Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 29

Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 29
þær þegar í öndverðu líktu eftir rússnesk- um fyrirmyndum. Af nauðsynjamálum nýsköpunaráranna virðist hafa leitt að eitthvað dró úr þeim klökkva og trega sem er Kákasusþjóðum innborinn, og reyndar má aldrei vanta í skáldskap ef hann á að vera fullkominn, en skáldin urðu hressi- legri, fjörugri og einarðari, sumir segja leiðinlegri líka. Það kemur einnig flatt upp á íslenskan lesanda að rithöfundur sé drottinhollur maður og velviljaður lög- boðnu þjóðskipulagi, og geri ráð fyrir framförum og aukinni farsæld á ókomn- um tímum. Sögu- og yrkisefni eru oft frá byltingarárunum eða fyrstu dögum sam- yrkjubúskaparins, síðar úr styrjöldinni við Þjóðverja, en einnig ber mikið á efnum úr þjóðarsögunni, goðsögum og fornum munnmælasögum; þjóðernisrómantík er reyndar landlæg á þessum slóðum. Þekk- ing og áhugi á sögu og fornum fræðum efldist og til mikilla muna þegar sett voru á stofn ossetisk vísindasetur, annað sunnanfjalls í Tskinval, hitt norðanfjalls í Ordzjoníkídze; á seinni árum hefur háskólinn í Ordzjoníkídze bæst við. í hvorutveggja höfuðstaðnum var einnig komið á fót þjóðleikhúsum. Ossetar hafa nú búið við frið meira en mannsaldur og efnahagur almennings hef- ur farið batnandi smátt og smátt, mennt- unarástand þjóðarinnar hefur tekið feikn- arlegum framförum, margur ójöfnuður hefur verið numinn af, og sum þau frum- stæð nauðsynjaverk sem menningarleið- togar fyrri kynslóðar urðu að kljúfa fram úr, oftlega af litlum efnum og við mikið harðræði, eru nú umliðin tíð. Þær upp- fræðslubókmenntir sem áður þóttu bol- sévismanum svo nauðsynlegar, eru nú farnar að verða áhrifalitlar, eða eru a.m.k. lesnar með öðru hugarfari en fyrrum; eins og við íslendingar eru Ossetar hættir að syngja aldamótaljóð, nema þeim sé sagt að gera það. Ljóðrænn skáldskapur virðist nú aftur vera í besta gæti, tónninn er orðinn þýðlegri og persónulegri en tíðkað- ist um hríð, tilbreytni meiri í yrkisefnum, formið fágaðra og margbreytilegra. Hjá Ossetum, og að vísu hjá nágrannaþjóðum þeirra víðast hvar, kveður miklu meira að bókmenntum, rithöfundum og skáldum en við íslendingar höfum átt að venjast í seinni tíð, og má vera það sé ástæðan til þess að þarlend yfirvöld eru afskipta- samari um bókmenntamál en okkar yfir- völdum er tamt; þeim er sama hvað einhverjir utanþjóðfélagsmenn eru að yrkja hver fyrir annan. Ekki þykir taka því að telja upp nöfn margra höfunda á þessum stað. Samt má hér tilgreina Brytíaty Élbyzdyko (1881— 1923), frumkvöðul ossetiskrar leiklistar, og Gádíaty Tsomak (1883—1931), son Seku sem fyrr getur, eitt gáfaðasta og best menntaða ljóðskáld Osseta á þessari öld. Kotsoity Arsen (1872—1944), smásagna- höfundur og einn helstur menningarleið- togi Osseta á árunum eftir byltinguna, Bedzjyzaty Tsérmen (1898—1937), ljóð- skáld og smásagnahöfundur, og Níger sem áður getur, teljast nú allir til klass- ískra höfunda Osseta. Af nýrri mönnum, þeim sem ekki getur fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld, er mér einna minnisstæð- astur Dzjúsoity Nafí (f. 1925), fjörugur og ákaflyndur húmanisti, bókmennta- fræðingur, sagnahöfundur, ljóðskáld og þýðandi Púsjkíns og grískra harmleika. Ossetar eru fámenn þjóð og atkvæða- lítil; þeir tala tungu sem er flestum mönn- um óskiljanleg öðrum en sjálfum þeim; bókum þeirra er skjaldan snúið á erlendar tungur. Metnaðarfullur rithöfundur er vísastur til þess að rjúka úr landi óðara en hann hefur aurað saman fyrir farinu, 221
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.