Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 29
þær þegar í öndverðu líktu eftir rússnesk-
um fyrirmyndum. Af nauðsynjamálum
nýsköpunaráranna virðist hafa leitt að
eitthvað dró úr þeim klökkva og trega sem
er Kákasusþjóðum innborinn, og reyndar
má aldrei vanta í skáldskap ef hann á að
vera fullkominn, en skáldin urðu hressi-
legri, fjörugri og einarðari, sumir segja
leiðinlegri líka. Það kemur einnig flatt
upp á íslenskan lesanda að rithöfundur sé
drottinhollur maður og velviljaður lög-
boðnu þjóðskipulagi, og geri ráð fyrir
framförum og aukinni farsæld á ókomn-
um tímum. Sögu- og yrkisefni eru oft frá
byltingarárunum eða fyrstu dögum sam-
yrkjubúskaparins, síðar úr styrjöldinni við
Þjóðverja, en einnig ber mikið á efnum
úr þjóðarsögunni, goðsögum og fornum
munnmælasögum; þjóðernisrómantík er
reyndar landlæg á þessum slóðum. Þekk-
ing og áhugi á sögu og fornum fræðum
efldist og til mikilla muna þegar sett voru
á stofn ossetisk vísindasetur, annað
sunnanfjalls í Tskinval, hitt norðanfjalls í
Ordzjoníkídze; á seinni árum hefur
háskólinn í Ordzjoníkídze bæst við. í
hvorutveggja höfuðstaðnum var einnig
komið á fót þjóðleikhúsum.
Ossetar hafa nú búið við frið meira en
mannsaldur og efnahagur almennings hef-
ur farið batnandi smátt og smátt, mennt-
unarástand þjóðarinnar hefur tekið feikn-
arlegum framförum, margur ójöfnuður
hefur verið numinn af, og sum þau frum-
stæð nauðsynjaverk sem menningarleið-
togar fyrri kynslóðar urðu að kljúfa fram
úr, oftlega af litlum efnum og við mikið
harðræði, eru nú umliðin tíð. Þær upp-
fræðslubókmenntir sem áður þóttu bol-
sévismanum svo nauðsynlegar, eru nú
farnar að verða áhrifalitlar, eða eru a.m.k.
lesnar með öðru hugarfari en fyrrum; eins
og við íslendingar eru Ossetar hættir að
syngja aldamótaljóð, nema þeim sé sagt
að gera það. Ljóðrænn skáldskapur virðist
nú aftur vera í besta gæti, tónninn er
orðinn þýðlegri og persónulegri en tíðkað-
ist um hríð, tilbreytni meiri í yrkisefnum,
formið fágaðra og margbreytilegra. Hjá
Ossetum, og að vísu hjá nágrannaþjóðum
þeirra víðast hvar, kveður miklu meira að
bókmenntum, rithöfundum og skáldum
en við íslendingar höfum átt að venjast í
seinni tíð, og má vera það sé ástæðan
til þess að þarlend yfirvöld eru afskipta-
samari um bókmenntamál en okkar yfir-
völdum er tamt; þeim er sama hvað
einhverjir utanþjóðfélagsmenn eru að
yrkja hver fyrir annan.
Ekki þykir taka því að telja upp nöfn
margra höfunda á þessum stað. Samt má
hér tilgreina Brytíaty Élbyzdyko (1881—
1923), frumkvöðul ossetiskrar leiklistar,
og Gádíaty Tsomak (1883—1931), son
Seku sem fyrr getur, eitt gáfaðasta og best
menntaða ljóðskáld Osseta á þessari öld.
Kotsoity Arsen (1872—1944), smásagna-
höfundur og einn helstur menningarleið-
togi Osseta á árunum eftir byltinguna,
Bedzjyzaty Tsérmen (1898—1937), ljóð-
skáld og smásagnahöfundur, og Níger
sem áður getur, teljast nú allir til klass-
ískra höfunda Osseta. Af nýrri mönnum,
þeim sem ekki getur fyrr en eftir síðari
heimsstyrjöld, er mér einna minnisstæð-
astur Dzjúsoity Nafí (f. 1925), fjörugur
og ákaflyndur húmanisti, bókmennta-
fræðingur, sagnahöfundur, ljóðskáld og
þýðandi Púsjkíns og grískra harmleika.
Ossetar eru fámenn þjóð og atkvæða-
lítil; þeir tala tungu sem er flestum mönn-
um óskiljanleg öðrum en sjálfum þeim;
bókum þeirra er skjaldan snúið á erlendar
tungur. Metnaðarfullur rithöfundur er
vísastur til þess að rjúka úr landi óðara
en hann hefur aurað saman fyrir farinu,
221