Réttur


Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 38

Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 38
Orðinn bankastjóri Landsbankans? Feng- ið Nóbelsverðlaun? Pabbi leit með van- þóknun á hana og sagði allt í einu hátíðlega: — Verkfræðingurinn spurði mig hvort ég vildi vera með í hópnum sem fer í kvöld til að gera við ofninn í göngunum í múrsteinsverksmiðjunni. Þetta þarf að gera í nótt til þess að hægt sé að halda vinnu áfram á morgun. Hann valdi þrjá iðnnema og svo mig. Við fáum tvöfalt kaupa. — Oh, Jesper, það var að vísu . . . Mamma brosti og brosti en hikandi svo auðséð var að þetta veitti henni ekki sérstaka gleði. — Þá hlýtur það að vera ofsahættu- legt, sagði Metta. — Hættulegt, hvað áttu við með því? Heitt auðvitað. — Er ekki slökkt á ofninum? — Jú, þeir slökkva á honum núna og síðan förum við inn í kvöld. Við fáum as- besthanska og annað sem til þarf. — Hvernig fengu þeir þig til þess að gleypa við þessu? spurði Metta þrætu- gjörn. Mamma reyndi hikandi að þagga niður í henni. — Þeir völdu mig af því að þeir vita að þeir geta treyst mér. — Sagði verkfræðingurinn það? — Já. Þetta er svei mér þá í fyrsta sinn sem hann beinlínis hefur hælt mér. Þar sem andlit hans Ijómaði sem sól fékk Metta ekki leyfi til að koma með fleiri athugasemdir. Móðir hennar tók af skarið og stakk upp á því að þau fengju eitthvað betra að borða en fiskstöppuna sem hún hafði ætlað að matreiða og síðan létu þær hendur standa fram úr ermum meðan pabbi reiknaði út á dagblaðs- spássíur hve mikið hann gæti fengið í aðra hönd fyrir heillar nætur vinnu. Hann birtist í eldhúsdyrunum með niðurstöður sínar. — Veistu hversu mikið það gefur mér í aðra hönd að fara inn í ofngöngin? spurði hann án þess að búast við ágiskun. — Ásamt því sem við höfum lagt til hliðar er ég næstum búir.n að fá meira en helming upp í útborgun. — Nei, heldurðu það? sagði hún. — Að göngin bjargi okkur eða hvað? sagði Metta og reyndi að segja þetta glaðlega svo ekki drægi úr gleði hans á ný. — Já, svaraði pabbi. Eitthvað lærir þú hvað sem öðru líður þarna í skólanum eða hvað? Kvöldverðurinn varð ekki eins ánægju- legur og fyrirhugað var því að pabbi var á nálum um að hann næði ekki nógu snemma til verksmiðjunnar ásamt hinum. Þeir ætluðu raunar að sækja liann í bíl fyrirtækisins en hann vildi ekki láta neinn bíða eftir sér. — Maður þyrfti sannarlega að fá fleiri slík tækifæri, sagði pabbi, þá kæmi íbúðin brátt upp í hendurnar á manni. — Já, svaraði mamma niðurdregin. — Hálf milljón og allt frítt, eins og afi sagði, þá skyldi ég ekki kvarta. Klukkustundu eftir miðnætti var dyra- bjöllunni hringt. Mamma heyrði ekkert en Metta hafði legið og lesið og fór strax til dyra. Þar stóð pabbi, studdur af vinnu- klæddum manni. Pabbi kúgaðist og hinn spurði strax um klósettið. Metta stökk til hliðar og opnaði dyrnar að herbergi sem pabbi hafði sjálfur innréttað. Maðurinn hjálpaði Jesper þangað inn og studdi hann meðan hann kastaði upp í klósettskálina. Metta fór inn til að vekja mömmu sína en það var ekki auðvelt. Hún hafði aldrei vitað til þess að móðir hennar svæfi svo þungt og þegar hún var yngri hafði 230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.