Réttur


Réttur - 01.10.1982, Síða 14

Réttur - 01.10.1982, Síða 14
Á miðri þessari myntl af Kákasus sést hvar lýðveldi Norður-Osseta er (N.Ossetian). sem vitjað hafa safna í Leníngrad munu hugstæðar stórkostlegar gullsmíðar og margháttaðar gersemar sem nú eru til minningarmarks um skýþneska forn- menningu; sumt þessara gripa hefur verið til sýnis hér á Norðurlöndum í seinni tíð. Alanir eru sú þjóðin sem Ossetar eiga kyn sitt til að rekja. Þeirra er fyrst getið við Volgu við upphaf vors tímatals. Þeir munu þó vera sama þjóð og Asir þeir eða Asíanir (Asioi, Asianoi í grísku máli) sem í bandalagi við aðrar steppuþjóðir réðu niðurlögum Baktríuríkis, norðanlands í Afganistan sem nú er, eitthvað um 130 f.Kr.b., en þar höfðu jarlar Alexanders mikla, eða afkomendur þeirra, sett ríki á laggirnar um miðja 3ðju öld. As-nafn er á miðöldum haft um Alani bæði í serk- neskum bókum og latneskum, bæði nöfn- in jöfnum höndum; í fornu máli rússnesku heitir þjóðin Jasi. Georgíumenn hafa um íranska nágranna sína norðanfjalls nafnið Os, í fleirtölu Osní eða Osebí; landið er kallað Osetí. Og er af því dregið í seinni tíð rússneska heitið Osetíja, og hafa vestrænir menn tekið það eftir Rússum (tvöfalt s er þýskur ritháttur, en er látinn dankast hér). Sjálfir eiga Ossetar í raun réttri ekkert allsherjarheiti um þjóðerni sitt. Lunginn úr þjóðinni eru þó kynkvíslir þær sem kalla sig ír, og land sitt íryston, og mun vera dregið af Arja- (Aríar), en því nafni nefndust íranskar þjóðir og indverskar í forneskju; þaðan er og komið landsheitið íran. Upptök þessa orðs eru mjög á huldu. Af sumum fyrri fræðimönn- um var það stundum haft um allar indó- evrópskar þjóðir, en það er algerlega út í hött; hvergi er stafkrókur fyrir því að t.a.m. forfeður Germana hafi nokkurn 206

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.