Réttur


Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 26

Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 26
fornu sáttmálsgoði Aría, en hann varð snemma sólargoð með írönskum þjóðum. Samt sem áður er Soslan talinn með köppum eins og aðrir Nartar en ekki goðum (sem sé ekki haft um hann neitt orð sem hægt sé að segja að merki „goð“, frekar en t.a.m. um Starkað og Gretti hjá okkur). Hann er nærri því ódauðlegur, því ungur var hann hertur við eld og reyk og verður síðan ekki grand unnið nema lagi sé komið á annan fótinn; að þessu leyti svipar honum til Akkillesar, og til Sigurðar Fáfnisbana hjá Þjóðverjum. Syrdon gegnir líku verkefni hjá Nörtum og Loki í fornum fræðum norrænum. Hann er undirförull strákur og brögðótt- ur, og meinsamlegur í hverju eina, en ekki óskemmtilegur allt fyrir það. Fantar af þessu tagi virðast vera til í trúarbrögð- um og kappasögum víða um heim; vísast mannfélagið þarfnist einhvers pörupilts sem hægt sé að kenna um allar vammir og skammir, og svo þau vandræði sem okkur stafa einlægt af vélum og harm- brögðum tálsamra hugvitsmanna. Syrdon er ráðbani Soslans, og berst það að með svo líkum hætti og andlát Baldurs að ekki getur verið tilviljun. Hvorttveggja vígsag- an er goðsaga — mýþa — a.m.k. fyrir öndverðu, rótföst í fornum átrúnaði og nátengd guðrækilegum hátíðum, svo far- andminni, þvílíkt sem við erum vön úr þjóðsögum og æfintýrum, kemur hér ekki til greina. Skyldar sögur eru reyndar til í indverskum kappaljóðum og víðar. Úrvali úr Nartasögum hefur Georges Dumézil snarað á frönsku (Le Livre des héros, París 1965), en hann hefur auk þess ritað feikimargt uin þessi fræði; að öðru leyti er fátt vestrænna heimilda sem hægt sé að vísa á. Nartasögur eru oftlega fjörugar að orðafari, kerskiinálar og nokkuð stórkarla- legar, en þó sumar móðugar og angur- samlegar, svo sem andlátssaga Soslans, að frásagnarblæ líklega ekki ósvipaðar þeim fræðum sem móar á í fornaldarsögum Norðurlanda. Ossetiskum skáldum og rithöfundum eru þessar sögur nú á dögum tíð yrkisefni og óþrotlegur brunnur lík- ingamáls og dæmisagna þegar betur þykir fara að tala óeiginlegum orðum. Fyrsta bók sem vitað er um að hafi verið prentuð á ossetisku, er barnalærdóms- kver sem gefið var út í Moskvu árið 1798; öngvar menjar eru til um eldri bækur óprentaðar. Á 19du öld var snarað nokkr- um guðsorðabókum til notkunar við grísk- kaþólska messu, og komu sumar þeirra á prenti; margar hafa þó legið í ryki í bókasöfnum alit fram á þennan dag, en nú hefur georgiska vísindafélagið í Tvílýsi beitt sérfyrirþví aðelstu handritin a.m.k. verði gefin út um síðir. Rússneskir lærdómsmenn fóru nú einnig smátt og smátt að gefa gætur að ossetiskum fræðum. Hafist var handa um það að festa á bókfell munnmælasögur, orðskviði og gömul kvæði, fremur þó vísindunum til gagns en landsmönnum sjálfum til gleði. Tungumálið var rannsakað og ættir þess raktar að þeirrar tíðar hætti — skyldleik- inn við persnesku lá snemma í augum uppi; um önnur írönsk mál var fátt vitað. Sumt þessara vísinda kemur okkur seinni mönnum kynlega fyrir sjónir sem þykj- umst vera gætnari og tortryggari en þá var títt; fornleifafræði og söguleg málfræði voru þá enn milli vits og ára, og að sama skapi auðvelt að geta í eyðurnar sem þær voru fleiri. Pá kom t.a.m. upp sá kvittur að Asir þeir sem fyrr getur, ættfeður Osseta, væru öngvir aðrir en okkar fornu goð /Esir; í þá daga þótti það vera til sannindamerkis um skyldleika orða að þau hljóðuðu líkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.