Réttur


Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 36

Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 36
Henning Ipsen: I LEIT AÐ FRELSI Saga Henning Ipsen ólst upp meðal verkamanna á Borgundarhólmi. Hann tók stúdentspróf í Renne og síðan kennarapróf. Henning Ipsen er rithöfundur sem getur skrifað bæði af skilningi og gagnrýni um verkamenn af því að hann þekkir allar aðstæður. Fyrsta bók hans „De tavse huse“ kom út árið 1956 og síðan hefur hann skrifað u.þ.b. 25 bækur. Hann varð fyrst frægur opinberlega fyrir sjónvarpsþætti sína „Regnvejr og ingen penge“ en þá hafði hann þegar skrifað sex bækur. Hann er einn af fáum dönskum rithöfundum sem getur lifað af ritstörfum sínum. I þessari smásögu kemur fram hvernig draumurinn um peninga og þar með betri lífsskilyrði, veldur því að verkamennirnir stofna heilsu sinni í hættu. Brottför að heiman kallaði alltaf fram sömu spurningarnar og sömu svörin. — Tókstu lyklana, Jesper? spurði mamma. — Ég hélt þú hefðir gert það, svaraði pabbi og byrjaði að þreifa í vösum sínum þar til í ljós kom að hann var með þá. Eins og alltaf. Nú, aftur á móti hafði aldrei neinu verið stolið frá þeim, eins og hann orðaði það venjulega. — Hver ætti svo sem að stela einhverju hér? spurði Metta. — Oh — skattholið hennar ömmu er verðmætt, svaraði mamma stolt. — Hvernig ætti þjófur að koma því út um þröngar dyrnar? sagði Metta sem var í skóla og lærði efagirni á fleiri en einu tungumáli sem pabbi skildi ekki. Og þegar meira að segja Jesper skildi ekki eitthvað voru það vísindi, fullyrti mamma. — Égskil bara ekki hvernig þið komuð því inn án þess að hreysið hér félli saman, hélt Metta áfram. Heimskulegt var að segja annað eins því að húsið var viðkvæmasta umræðuefni fyrir pabba. Aðra stundina fjargviðraðist hann yfir þessum leiguíbúðum sem hafði verið hróflað upp þegar atvinnurekendur höfðu skyndilega haft not fyrir vinnuafl úr sveitinni og hina stundina fjasaði hann um að flytja þaðan um leið og þau hefðu efni á því. Pegar hann ynni í knatt- spyrnugetraunum eða happdrætti — hvað annað? Átti alþýðufólk aðra möguleika til þess að útvega svo mikla peninga? — Nei, það er satt, sagði mamma blíðróma, þú þrælar og púlar, þú reykir 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.