Réttur


Réttur - 01.10.1982, Qupperneq 36

Réttur - 01.10.1982, Qupperneq 36
Henning Ipsen: I LEIT AÐ FRELSI Saga Henning Ipsen ólst upp meðal verkamanna á Borgundarhólmi. Hann tók stúdentspróf í Renne og síðan kennarapróf. Henning Ipsen er rithöfundur sem getur skrifað bæði af skilningi og gagnrýni um verkamenn af því að hann þekkir allar aðstæður. Fyrsta bók hans „De tavse huse“ kom út árið 1956 og síðan hefur hann skrifað u.þ.b. 25 bækur. Hann varð fyrst frægur opinberlega fyrir sjónvarpsþætti sína „Regnvejr og ingen penge“ en þá hafði hann þegar skrifað sex bækur. Hann er einn af fáum dönskum rithöfundum sem getur lifað af ritstörfum sínum. I þessari smásögu kemur fram hvernig draumurinn um peninga og þar með betri lífsskilyrði, veldur því að verkamennirnir stofna heilsu sinni í hættu. Brottför að heiman kallaði alltaf fram sömu spurningarnar og sömu svörin. — Tókstu lyklana, Jesper? spurði mamma. — Ég hélt þú hefðir gert það, svaraði pabbi og byrjaði að þreifa í vösum sínum þar til í ljós kom að hann var með þá. Eins og alltaf. Nú, aftur á móti hafði aldrei neinu verið stolið frá þeim, eins og hann orðaði það venjulega. — Hver ætti svo sem að stela einhverju hér? spurði Metta. — Oh — skattholið hennar ömmu er verðmætt, svaraði mamma stolt. — Hvernig ætti þjófur að koma því út um þröngar dyrnar? sagði Metta sem var í skóla og lærði efagirni á fleiri en einu tungumáli sem pabbi skildi ekki. Og þegar meira að segja Jesper skildi ekki eitthvað voru það vísindi, fullyrti mamma. — Égskil bara ekki hvernig þið komuð því inn án þess að hreysið hér félli saman, hélt Metta áfram. Heimskulegt var að segja annað eins því að húsið var viðkvæmasta umræðuefni fyrir pabba. Aðra stundina fjargviðraðist hann yfir þessum leiguíbúðum sem hafði verið hróflað upp þegar atvinnurekendur höfðu skyndilega haft not fyrir vinnuafl úr sveitinni og hina stundina fjasaði hann um að flytja þaðan um leið og þau hefðu efni á því. Pegar hann ynni í knatt- spyrnugetraunum eða happdrætti — hvað annað? Átti alþýðufólk aðra möguleika til þess að útvega svo mikla peninga? — Nei, það er satt, sagði mamma blíðróma, þú þrælar og púlar, þú reykir 228

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.