Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 41
Ragnar Árnason:
Efnahagsráðstafanir
ríkisstjórnarinnar og kjarabarátta
launþega
í þessari grein er ætlunin að fjalla um efnahagsáætlun ríkisstjórnar Gunnars
Thoroddsen frá því í ágúst sl. og leitast við að draga af henni viðeigandi lærdóm fyrir
kjarabaráttu launþega. Til þess að svo megi verða er að minni hyggju nauðsynlegt að
skoða þessi efnahagsáform með hliðsjón af þróun kjara- og efnahagsmála í landinu á
undanförnum árum og þeirri umtalsverðu breytingu í þjóðfélagslegum valdahlutföllum,
sem virðist hafa átt sér stað á sama tímbili. Ein af forsendum þess, að kjarabaráttan á
komandi misserum skili þeim árangri, sem efni standa til, er, að launþegar geri sér skýra
grein fyrir þeim þjóðfélagslegu aðstæðum, sem umræddar efnahagsráðstafanir spretta
upp úr, og dæmi þær í því Ijósi.
1. Efnahagsleg og pólitísk forsaga
Áttunda áratugnum má skipta í tvo
hluta bæði í efnahagslegu og pólitísku
tilliti. Á fyrri hluta tímabilsins var staða
launþegahreyfingarinnar og hins pólitíska
arms hennar tiltölulega sterk. Jafnframt
voru efnahagsframfarir örar og lífskjör
fóru hraðbatnandi. Á síðari hluta áratugs-
ins snerist þetta við. Afl verkalýðshreyf-
ingarinnar dvínaði en stjórnmálaleg áhrif
atvinnurekenda jukust að sama skapi. Á
efnahagssviðinu tók við tímabil stöðnun-
ar bæði í framleiðslu og lífskjörum, sem
stendur enn. Verður nú vikið nánar að
þessum atriðum.
Viðreisnartímabilið var mikil eldraun
fyrir launþega. Á því 12 ára skeiði átti
verkalýðshreyfingin í nær látlausum átök-
um við fjandsamlegt ríkisvald, sem skirrð-
233