Réttur


Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 16

Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 16
Vínarborgar á öldinni sem leið. Ríki Rússa og Búlgara í Austurvegi voru upprætt. Árið 1241 voru mongólskir herir komnir vestur á Ungverjaland. Á Rúss- landi var mongólskt ríki komið á fót um miðja 13du öld, „Hin gullna hjarðsveit" svo brugðið sé á orðaleik (evrópuorðið Horde (danska, þýska o.s.frv.), sem haft er um ríki Tatara á Rússlandi, er tyrkneskt að uppruna: ordu „herbúðir“, og á auðvitað ekkert skylt við íslenska orðið hjörð). Þegar fram í sótti reyndust þó forkólfar þessa ríkis ekki meiri óeirða- menn en bæði fyrirrennarar þeirra og sporgöngumenn. Á 15du og 16du öld hófst veldi Moskóvíta, og röðin var nú komin að höfðingjum Mongóla að lúta í gras. Á næstu öldum færðu Rússar út ríki sitt smátt og smátt, og á 18du og 19du öld tókst þeim að leggja undir sig bæði grasheiðarnar milli Svartahafs og Kaspí- hafs og gervöll Kákasuslönd. Um hlutskipti Alana í styrjöldum Mongóla eru að vísu ekki til innvirðugleg- ar heimildir; þó virðist einsætt að nú fer að halla undan fæti hjá þeim. Allt fyrir það er Mongólum ekki nema miðlungi illa borin sagan í fornum fræðum Osseta og frægðarverk höfðingja þeirra víða rómuð í þjóðsögum. í lok 18du aldar, en þá fara rússneskir fræðimenn að gefa gaum að tungu og menningu Kákasusþjóða, byggja Ossetar landsvæði ekki miklu víðlendara en þeir gera nú — norðurossetiska sofétlýðveldið er eitthvað um 8 þús. ferkílómetra. í héruðum þar sem áður gekk ossetisk (eða alönsk) tunga, sátu Tsérkessar og ýmsar tyrkneskar kynkvíslir; síðan hafa Rússar og Úkraínumenn bæst við. Örnefni eru m.a. til marks um það að Ossetar hafa í fyrri daga búið miklu víðar en nú; meira að segja nafnið á ánni Don er alanskt mál (don „vatn, kyrrt og rennandi“), og reyndar fleiri fljótanöfn í Suður-Rússlandi; fornt heiti Alana As hafa Ossetar nú um tyrkneska nágranna- þjóð sína sem ellegar nefnist Balkarar (eða Malkarar á máli sjálfra sín). Tung- naskipti þessi hafa ugglaust orðið með næsta friðsamlegum hætti víðast hvar; ófriður var á þessum stöðvum skjaldan annað en erjur ætta á milli, að vísu margar og þrásækilegar, en þó ekki svo mann- skæðar að af hlytist pólitísk stórtíðindi. Tunga og þjóðerni fara hér ekki saman; þjóðernishugtak það sem við hér á norðurslóðum höfum tamið okkur síðan í rómantíkinni er hér ekki til. Mannfélag hvers einstaklings er ættin og ættsveitin; hún er samastaður hans í tilverunni og undirstaða félagslegrar vitundar og tilfinn- inga. En hvorki ætt né ættsveit eru sér um tungumál; í sömu ættsveit ganga einatt fleiri tungumál en eitt, og sama tungumál gengur í mörgum ættsveitum. Þó tungu- málið hverfi, stendur ættin óskert eftir. Þegar Rússar hófu að færa út kvíarnar í Norður-Kákasus á 18du öld, er svo að sjá sem þar hafi skipt í tvö horn um þjóðfélagshætti. Fjalllendið er rýrt og ófrjósamt og hagar vondir; bændur áttu hér afkomu sína undir því að þeir mættu beita búfé sínu á sléttlendinu fyrir norðan ellegar þá sunnanfjalls í Georgíu; tækifæri til auðsöfnunar voru næsta fá. Mannfé- lagsskipunin var ættin; í ættsveitinni voru nokkrar ættir saman; e.t.v. skipuðu ættsveitirnar sér í kynkvíslir eða bandalög langan tíma eða skamman ef mikið lá við, eða voru saman uin guðsdýrkun og meiriháttar blót. Ríki er ekki til né valdstjórn og lögregla; ættarhöfðinginn hefur það verkefni á hendi að skipta afurðunum með sveitungum sínum, auk þess er hann e.t.v. einskonar goði og stýrir blótum, og er vel að sér í fornum 208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.