Réttur - 01.10.1982, Qupperneq 16
Vínarborgar á öldinni sem leið. Ríki
Rússa og Búlgara í Austurvegi voru
upprætt. Árið 1241 voru mongólskir herir
komnir vestur á Ungverjaland. Á Rúss-
landi var mongólskt ríki komið á fót um
miðja 13du öld, „Hin gullna hjarðsveit"
svo brugðið sé á orðaleik (evrópuorðið
Horde (danska, þýska o.s.frv.), sem haft
er um ríki Tatara á Rússlandi, er tyrkneskt
að uppruna: ordu „herbúðir“, og á
auðvitað ekkert skylt við íslenska orðið
hjörð). Þegar fram í sótti reyndust þó
forkólfar þessa ríkis ekki meiri óeirða-
menn en bæði fyrirrennarar þeirra og
sporgöngumenn. Á 15du og 16du öld
hófst veldi Moskóvíta, og röðin var nú
komin að höfðingjum Mongóla að lúta í
gras. Á næstu öldum færðu Rússar út ríki
sitt smátt og smátt, og á 18du og 19du
öld tókst þeim að leggja undir sig bæði
grasheiðarnar milli Svartahafs og Kaspí-
hafs og gervöll Kákasuslönd.
Um hlutskipti Alana í styrjöldum
Mongóla eru að vísu ekki til innvirðugleg-
ar heimildir; þó virðist einsætt að nú fer
að halla undan fæti hjá þeim. Allt fyrir
það er Mongólum ekki nema miðlungi illa
borin sagan í fornum fræðum Osseta og
frægðarverk höfðingja þeirra víða rómuð
í þjóðsögum. í lok 18du aldar, en þá fara
rússneskir fræðimenn að gefa gaum að
tungu og menningu Kákasusþjóða, byggja
Ossetar landsvæði ekki miklu víðlendara
en þeir gera nú — norðurossetiska
sofétlýðveldið er eitthvað um 8 þús.
ferkílómetra. í héruðum þar sem áður
gekk ossetisk (eða alönsk) tunga, sátu
Tsérkessar og ýmsar tyrkneskar kynkvíslir;
síðan hafa Rússar og Úkraínumenn bæst
við. Örnefni eru m.a. til marks um það
að Ossetar hafa í fyrri daga búið miklu
víðar en nú; meira að segja nafnið á ánni
Don er alanskt mál (don „vatn, kyrrt og
rennandi“), og reyndar fleiri fljótanöfn í
Suður-Rússlandi; fornt heiti Alana As
hafa Ossetar nú um tyrkneska nágranna-
þjóð sína sem ellegar nefnist Balkarar
(eða Malkarar á máli sjálfra sín). Tung-
naskipti þessi hafa ugglaust orðið með
næsta friðsamlegum hætti víðast hvar;
ófriður var á þessum stöðvum skjaldan
annað en erjur ætta á milli, að vísu margar
og þrásækilegar, en þó ekki svo mann-
skæðar að af hlytist pólitísk stórtíðindi.
Tunga og þjóðerni fara hér ekki saman;
þjóðernishugtak það sem við hér á
norðurslóðum höfum tamið okkur síðan
í rómantíkinni er hér ekki til. Mannfélag
hvers einstaklings er ættin og ættsveitin;
hún er samastaður hans í tilverunni og
undirstaða félagslegrar vitundar og tilfinn-
inga. En hvorki ætt né ættsveit eru sér um
tungumál; í sömu ættsveit ganga einatt
fleiri tungumál en eitt, og sama tungumál
gengur í mörgum ættsveitum. Þó tungu-
málið hverfi, stendur ættin óskert eftir.
Þegar Rússar hófu að færa út kvíarnar
í Norður-Kákasus á 18du öld, er svo að
sjá sem þar hafi skipt í tvö horn um
þjóðfélagshætti. Fjalllendið er rýrt og
ófrjósamt og hagar vondir; bændur áttu
hér afkomu sína undir því að þeir mættu
beita búfé sínu á sléttlendinu fyrir norðan
ellegar þá sunnanfjalls í Georgíu; tækifæri
til auðsöfnunar voru næsta fá. Mannfé-
lagsskipunin var ættin; í ættsveitinni voru
nokkrar ættir saman; e.t.v. skipuðu
ættsveitirnar sér í kynkvíslir eða bandalög
langan tíma eða skamman ef mikið lá við,
eða voru saman uin guðsdýrkun og
meiriháttar blót. Ríki er ekki til né
valdstjórn og lögregla; ættarhöfðinginn
hefur það verkefni á hendi að skipta
afurðunum með sveitungum sínum, auk
þess er hann e.t.v. einskonar goði og
stýrir blótum, og er vel að sér í fornum
208