Réttur


Réttur - 01.10.1982, Side 13

Réttur - 01.10.1982, Side 13
Hér er það sem leiðir liggja frá Ossetiu tii Georgiu. Ossetar eru lítil þjóð, eitthvað um 450 þúsundir sálna, búsettir í miðjum Káka- susfjöllum í hlíðunum beggja vegna og ofan á sléttlendið, nokkurn veginn á þeim stöðvum þar sem leið hefur legið um frá fornu fari norðan af grasheiðunum milli Kaspíhafs og Svartahafs suður í hin frjósömu akurlönd og víngarða Georgíu. Alanaskarð — Daríal á georgisku — kennt við ættfeður Osseta Alani, kannast margir við úr sögum Lérmontofs og ann- arra rússneskra höfunda á öldinni sem leið; mun þarveraeinhverhæsturfjallveg- ur á jarðríki og hefur stundum þótt allagasamlegur. Að menningu og lífernis- háttum eru Ossetar líkir öðrum Kákasus- þjóðum og þá einkanlega nágrannaþjóð- unum fyrir norðan fjall, Tsérkessum, Tsétsénum og ýmislegum tyrkjaþjóðum. Allmargt manna hefur þó smátt og smátt tekið sér bólfestu sunnan l'jalls í Georgíu, og búa þar við sjálfstjórn í innanhéraðs- málum. Ein ættkvísl Suður-Osseta eru Dzugungar eða Dzúgatá —, sú ætt er Georgíumenn kalla Dzjúgasjvílí, og er hún sumum fróðleiksmönnum kunn úr mannkynssögunni. Tungumál Osseta er aftur á móti íranskt að uppruna, og svo nákomið t.a.m. persnesku, kúrðnesku og afgönsku (pasjtú). Þótt orðaforði hafi mjög breyst í langri sambúð við óskyldar þjóðir — hér á þessum slóðum er almenn- ingur víðast hvar mæltur á tvær tungur hið fæsta og þykir engum merkilegt — þá hefur þó málkerfið sjálft haldist með furðulitlum breytingum, svo ossetiska er í sumum greinum nákomnari írönsku fornmálunum — fornpersnesku, avestisku (málinu á fornum guðsorðabókum Persa) — en flest önnur hinna nýrri mála. Á fornöldum gengu írönsk mál allt austan úr Túrkestan og um gervallt Suður- Rússland vestur í Dónárlönd. Þjóðir þær sem hér bjuggu, nefndu Grikkir Skýþa, Sauromata, Sarmata, Alani og fleiri nöfn- um; fornt persneskt heiti er Sakar. Þeim 205

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.