Réttur


Réttur - 01.10.1982, Qupperneq 17

Réttur - 01.10.1982, Qupperneq 17
lögum og siðvenjum; að öðru leyti eru yfirráð hans lítil utan heimilis. Úr litlu var að moða lengstum og mátti ekki mikið út af bregða svo ekki yrði hallæri; en það var jafnrétti manna á milli. Rán og stigamennska gátu verið góður búhnykkur stundum, en óvíða var til mikils að slægj- ast og torsótt að auðgast á þann veg. Þannig má segja í stuttu máli að þjóðfé- lagsfyrirkomulagið væri hjá Tsétsénum, nágrannaþjóð Osseta að austanverðu, og hjá mörgum kynkvíslum Tsérkessa í Norðvestur-Kákasus, og svo hjá þeim Ossetum sem bjuggu á hálendinu. Aftur á móti er sléttlendið við stórárnar Terek og Kúban og steppurnar fyrir vestan Kaspíhaf frjósamt land og grasgef- ið og bæði vel til jarðyrkju fallið og gott beitarland. Hér var hægara um vik að raka að sér auði en fram til dala. Jörðin var að miklu leyti í einkaeign, víða réðu ríkir jarðeigendur yfir víðum lendum og stýrðu jafnvel einsháttar smáríkjum eða furstadæmum. Einkum og sér í lagi voru höfðingjar Kabarða í Norðvestur-Káka- sus miklir fyrir sér. höfðu um sig hirð sem konunear, kabarskir siðir urðu fyrirmynd jarðeigendum og stórhöfðingjum annars- staðar í Kákasuslöndum, kabarskt mál (tsérkesk mállýska) þótti kurteisi líkt og franska a Vesturlöndum um sama leyii, enn eru margir hirðsiðir Kabarða í góðu gæti þar sem veislur eru haldnar á Ossetalandi eða í nálægum héruðum. Árið 1748 taldist rússneskum embættism- önnum svo til að 32 smáfurstadæmi væri í Kabarðíu, en einnig meðal Osseta og Kúmyka (tyrknesk þjóð austur við Kasp- íhaf) var sægur af auðugum og víðlendum jarðeigendum. Stéttaskipting er hér mjög greinileg og mikill munur á efnahag fólks og réttarstöðu; hjá Ossetum sjáum við hvernig þjóðfélagið skiptist í þræla, bændur — ýmist frjálsa ýmist ánauðuga — og jarðeigendur eða hersa. Á 16du öld tóku rússneskir bændur að setjast að á sléttlendinu milli Svartahafs og Kaspíhafs, en ekki kom þó verulegur skriður á þetta landnám fyrr en á seinna hluta 18du aldar, á dögum Katrínar drottningar II. í slóð þeirra komu pólitísk yfirráð keisarans í Sántipétursborg. Fjallabændur áttu undir högg að sækja fyrir hjá jarðeigendum á láglendinu vegna beitarlands, en nú þrengdi enn að þeim eftir því sem landnám Rússa færðist í aukana. Það kom því einkum og sér í lagi í hlut fjallaþjóðanna, og þá ekki síst Tsétséna, að veita Rússum harða viðtöku. Varð sá ófriður bæði langvinnur og hörmulegur; rússneskum höfundum á öldinni sem leið hefur hann oftlega orðið söguefni, t.a.m. Leo Tolstoj í Kósök- um. Aftur á móti veittist ármönnum keisara auðveldar að koma sér í mjúkinn hjá jarðeigendum og smáfurstum á slétt- lendinu, sem víða gengu keisara til handar og urðu lendir menn eða jafnvel einskonar jarlar, játuðu yfirvaldi keisara og ríkisstjórn, en héldu yfirráðum innan- sveitar. Einatt voru þessi bandalög þó næsta stopul, því fyrir sunnan Svartahaf sat Tyrkjasoldán og bauð þrásinnis betur. Ætlað er að í lok 18du aldar hafi í Norður-Kákasus og á grasheiðunum milli Kaspíhafs og Svartahafs búið eitthvað hálf önnur miljón manna; munu óvíða í veröldinni vera saman komin fleiri ólík tungumál á jafnlitlu svæði. Flest mun fólk þetta — að Rússum undanteknum — hafa hnigið að íslömskum sið, a.m.k. í orði kveðnu. Ossetar höfðu turnast til kristni einhvern tíma á miðöldum, en illa tollað í trúnni. Katrín drottning var að vísu trúlítil kona heima fyrir; þeim mun annara 209

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.