Réttur


Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 3

Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 3
Einar Olgeirsson KREPPAN OG STÉTTABARÁTTAN Kreppa sú, sem byrjuð er í auðvaldsheiminum, dýpkar þar í sifellu og færist nær. Eins og vant er um auðvaldskreppur, þá reynir afturhaldið að hræða alþýðu á henni sem einskonar Grýlu, er taki hana, ef hún verði ekki þæg og góð, beygi sig í auð- mýkt og taki að sér að bera byrðar auðvaldsins. Það er því brýnt verkefni að vinn- andi stéttir Islands átti sig á því til fulls, að þessi kreppa á, eins og allar aðrar kreppur þessarar og síðustu aldar, rætur sínar að rekja til auðvaldsskipulagsins sjálfs — og að alþýðan býr sjálf yfir úrræðum til að afstýra þeim og valdi til að beita þeim úrræðum, ef hún stendur sameinuð. Hinir borgaralegu fjölmiðlar einbeita sér nú að því að innræta almenningi undir- gefni undir afleiðingar kreppunnar sem væri hér um eitthvert náttúrulögmál að ræða, sem ekki yrði umflúið. Slík innræting, ef hún tekst, er yfirstéttinni skæðara vopn en hörðustu gerðardómslög, því hún deyfir hugsun og drepur kjark verkalýðsins. Og hann þarf aldrei eins á skýrri hugsun og hugrekki að halda eins og þegar auðvalds- skipulagið leiðir yfir hann kreppurnar ofan á allt annað. Þegar sú „fríverslun’ auðvaldsins, sem ísland hefur verið beygt undir, bakar þjóð- inni næstum 16 miljarða viðskiptahalla á einu ári, — markaðsöryggið, sem heitið var á „frjálsum stórmörkuðum“ einokunarhringanna, reynist tálvon — og viðskiptaóskapn- aður með verðbólgu, verðfalli og atvinnuleysi blasir við í auðvaldsheiminum, þá eru vissulega síðustu forvöð að fara að hugsa skýrt. Árásin á lífskjör verkalýðsins er þeg- ar hafin, löggjafarvaldinu beitt af yfirstéttnni til að ræna hann kaupgjaldi, atvinnu- rekendasamtökin hóta stöðvun reksturs ef ríkið ekki tryggir gróða þeirra á kostnað almennings, — og atvinnuleysisvofan birtist í gættinni. Fyrsta og höfuð-forsendan fyrir því að forða Islandi frá kreppunni og hugsanlegum holskeflum hennar er að landinu sé stjórnað sem einni, sjálfstæðri, efnahagslegri heild, en ekki látið vera opið og varnarlaust fyrit ölduganginum utan úr þeim stóra, kreppu- úfna auðvaldsheimi. Þetta krefst heildar- stjórnar á atvinnulífinu: áætlunarbúskapar 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.