Réttur


Réttur - 01.01.1975, Page 56

Réttur - 01.01.1975, Page 56
Og það er eitt af meginskilyrðunum fyrir sósial- ískri umbyltingu á Islandi að sú barátta verði sig- ursæl. I allri þessari baráttu og samfylkingu gegn af- leiðingum auðvaldsins, þarf flokkurinn ævinlega að hafa ríkt í huga að rekja þær til upphafsins, sýna fram á tengsl afleiðinga og orsaka, og beina þannig samfyikingunni, eftir því sem auðið er, inn á sósíaliskar brautir. Við látum enga sam- fylkingu binda hendur okkar í þessum efnum og lýsum því yfir í hreinskilni frá upphafi vega, enda þótt við leggjum mikla áherslu á að ná sem við- tækustu samstarfi í þessum efnum við hvern sem er, e nnig ákveðna andstæðinga sósíalismans. Ég hef reynt að stikla á stóru. En ég held þó, að ég hafi drepið á það, sem skiptir mestu máli í stjórnlist islenskra sósialista. Kirkjubær í Vestmannaeyjum Bær Þorbjarnar Guðjónssonar. Fór undir hraun í eldgosinu 1973. 56

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.