Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 63
verði lýðskrumi fasismans (með nýju nafni)
að bráð.
Samstarf lýðræðisflokka um róttæka stjórn-
arstefnu er því orðin hin brýnasta nauðsyn í
Danmörku, ef ekki á illa að fara. Og innan
þess samstarfs þyrfti vissulega að vera raunsæ
marxistisk sameining flokkanna til vinstri við
sósíaldemókrata, til þess að skapa þann styrk-
leik, er hefði aðdráttarafl fyrir þann verka-
lýð, er nú krefst róttækra aðgerða gegn óþol-
andi ástandi.
HAGVÖXTUR AUÐVALDSRÍKJA
Eftirfarandi tafla gefur yfirlit um þróun
þjóðarframleiðslu helstu auðvaldsríkja nú.
Tímar „undursins” í Japan og Vestur-Þýska-
landi eru liðnir. Nú er ástandið eftirfarandi:
1961—70 1973 1974
(meðaltal) (áætl.)
Bandaríkin 4,0 % 5,9% —2 %
V-Þýskaland 4,9 — 5,5 — 1,0 —
Japan 11,1 — 11,1 — —3 —
England 2,6- 5.9 — —1 —
Frakkland 5,8 — 6,3 — 3,0 —
Ítalía 5,5 — 5,2 — 4,0 —
Alls (meðalt.) 4,9 — 6,5 — 0,3 —
ÍTALÍA
Kommúnistaflokkur Ítalíu heldur 14.
flokksþing sitt 18.—23. mars 1975 í Róm.
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Italíu
17. og 18. nóvember. Aðalritari flokksins
sagði um árangur þeirra í blaði flokksins
„L’Unita”: „Vinstri öflin unnu yfirleitt á, en
sérstaka eftirtekt vekja hinir miklu sigrar
flokks vors. Hann fékk hærri hlutfallstölu í
að heita má öllum kjördæmum en nokkru
sinni fyr.”
Meir Vilner
ÍSRAELSKT—ARABÍSKT
BRÆÐRALAG
Þjóðernisofstæki beggja megin, hjá ísrael
og Aröbum, er nú slíkt að hættan á nýrri
styrjöld fer vaxandi, styrjöld, sem jafnvel
gæti tendrað heimsbál.
Það er því sérstaklega ánægjulegt að sjá
að til skuli vera flokkur, sem iðkar bræðralag
milli Israelsmanna og Araba, sameinar þessa
þjóðflokka báða um eina hugsjón. Slíkur er
Kommúnistaflokkur Israels.
Flokkurinn hefur 4 þingmenn, þeir eru
bæði Arabar og Gyðingar. I október 1974
var haldin mikil hátíð í sambandi við 30
ára afmæli þess blaðs flokksins, sem gefið
er út á arabísku ,,Al-lttihad”. Aðalræðuna
þar hélt aðalritari flokksins Meir Vilner. Hið
hebreska blað flokksins heitir „Zo Had-
erekh”. Á þessum hátíðafundi voru einnig
mættir fulltrúar frá blöðum Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna.
63