Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 60
Teng-Hsiao-ping
andi. Og þeim hefur, eins og Chou nýlega
sagði, „tekist að tryggja þjóðinni brýnustu
þarfir hennar: fæði og klæði,” — og það
er afrek, sem engri 2nnirri landbúnaðarþjóð
heims, þar sem ofsetin eru lönd, hefur tekist."
Og „Time" bætir v’ð: „Nauðsynjar, eins
og fæði, lyf og húsnæði, kosta þar svo að
segja ekkert og — heimurinn utan Kína
getur öfundað þá af því— hafa ekki hækkað
í verði í 20 ár."
Um framtíðina segir svo „Time":
„Þegar Chou-En-lai lítur til framtíðarinn-
ar, út yfir Kína Maós, heitir hann því að
fyrir lok aldarinnar skuli „framfarirnar í
landbúnaði, iðnaði, þjóðvörnum, vísindum
og tækni" koma landi hans „í fremstu röð
landa í heiminum."
Þegar litið er á þá óraleið, sem Kína hefur
gengið á fyrsta aldarfjórðungi undir stjórn
kommúnista, þá getur enginn borið brigður á
möguleika Kína til þess að ná því takmarki,
er Chou setur því."
Þegar andstæðingar Kína leggja þennan
dóm á, því skyldu þá sósíalistar efast um
framtíð Kína á braut sósíalismans?
KÍNA — SOVÉTRÍKIN
Það er hvorki kreppa í Kína né Sovétríkj-
unum. Stöðugar framfarir í efnahagsmálum
beggja ríkja einkenna hin sósíalistíska grund-
völl efnahagslífsins.
Arið 1975 verður síðasta ár níundu fimm-
áraáætlunar Sovétríkjanna. Þing Sovétríkj-
anna kom saman í desember að vanda til að
athuga m.a. hvernig áætlanir hefðu staðist
á árinu 1974. Og þær höfðu yfirleitt staðist
vel:
Iðnaðarframleiðslan óx um 8%, en áætl-
unin gerði ráð fyrir 6,8%. Það var mesti
vöxtur á skeiði þessarar fimm ára áætlunar.
Landbúnaðurinn gekk vel þrátt fyrir erfið
veðurskilyrði. Kornframleiðslan varð 195,5
miljónir smálesta, hin næstmesta í sögu lands-
ins. Heildarframleiðsla landbúnaðarafurða er
1 5 % meiri á skeiði þessarar fimmáraáætlun-
ar það sem af er en hinnar síðustu.
Á þessum fjórum árum fimmáraáætlun-
arinnar hafa 45 miljónir sovétborgara fengið
nýjar íbúðir. A sama tíma hækkuðu raun-
veruleg laun verkamanna og starfsmanna um
15%. Laun samyrkjubænda hækkuðu um
22%. — Raunveruleg tekjuhækkun á mann
varð tæp 19 %•
Borgarablöðin gera mikið úr því að á
síðasta ári hafi Sovétríkin farið fram úr
Bandaríkjunum hvað olíuframleiðslu snertir.
Minna er gert úr hinu að Sovétríkin drógu
úr framlögum til herbúnaðar einmitt á sama
tíma sem yfirdrottnarar Atlandshafsbanda-
lagsins reyna að pína smáríki þess, sem vilja
draga úr hernaðarútgjöldum (sbr. Dan-
60