Réttur


Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 18

Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 18
í hjáverkum. Að mínum dómi er helsti kost- ur verksins sá, hve vel höfundi tekst að tengja starf og hugsun Skúla íslenskum þjóðfélags- háttum og heimsþróuninni, en slíkt er fátítt í ævisagnaritun hér á landi. Hér á eftir verð- ur einkum fjallað um síðara bindi ævisög- unnar en þar er rakinn stjórnmálaferill Skúla. Allir þeir sem láta sig þjóðfélags- mál einhverju skipta og þó sérstaklega þeir sem áhuga hafa á þjóðfrelsisbaráttu og sósíalisma ættu ekki að láta undir höfuð leggjast að lesa þessa ævisögu, því Jóni hefur tekist í efnisvali að láta sitja í fyrirrúmi það, sem einkum höfðar til samtímans. ÞJÓÐFÉLAGSGAGNRÝN! Um líkt leyti og seinna bindið af ævisögu Skúla kom út birtist viðtal við Jón Guðna- son í 1. des. blaði stúdenta. Þar er rætt um stjórnmálaferil fyrirrennara Skúla, Jóns Sig- urssonar og varpar það viðtal nokkru ljósi á viðhorf höfundar til skrifa sagnfræðinga og fleiri aðila um leiðtoga íslenskrar sjálfstæð- isbaráttu. Þar segir Jón m.a.: „Af Jóni Sigurðssyni eru til tvær myndir, þ.e. eins og hann var og síðan sú gylling sem gerð var af honum. . . . Eftir dauða hans verður þróunin sú, að honum er æ meira hampað, sérstaklega af arftökum hans í sjálfstæðisbaráttunni. Honum er hampað uns hvorki finnst blettur né hrukka á hon- um, en ekki sýndur með kostum sinum og göllum. Hann er aldrei gagnrýndur og þannig kemur upp hin gyllta mynd af honum. Það hefur pólitíska þýð- ingu að bregða upp stækkaðri mynd af Jóni Sig- urðssyni á þennan hátt. Þjóðin á ekki forystumenn, sem eru afdráttarlaust viðurkenndir sem slík'r og því verður Jón eins konar sameiningartákn fyrir þjóðina. Á þessum tíma eigum við t.d. engan þjóð- söng, engan þjóðfána, engin sýnileg ytri merki um það, að við erum þjóð. Jón Sigurðsson gegnir því hlutverki þjóðartákns á þessu skeiði.Þar er einn maður sem allir geta sameinast um. Jón Sigurðs- son er framfarasinnaður á sínum tíma. Hann heldur uppi þjóðfélagsgagnrýni, er í andstöðu við ráðandi öfl og kemur fram með róttækar hugmyndir. Hug- myndlr hans eru eins framsæknar og mögulegt er að koma fram með í íslensku sveitasamfélagi. Slíkt er hinn raunverulegi Jón Sigurðsson, en síðan hefur myndin dofnað, þannig að Jón Sigurðs- son er bókstaflega orðinn steingervingur og allt þetta tal í kringum hann er bara, út í loftið. Hann er ekki settur fram sem eins konar uppreisnarmað- ur gegn rikjandi skipulagi, heldur sem fínn, fágað- ur og dauður borgari. Þetta er það sem kalla má „dauða myndin" af Jóni Sigurðssyni, og stafar m.a. af hinu mikla fjárstreym:, sem leikið hefur um ís- lenskt þjóðfélag, en það er alveg geysilega mikið miðað við stærð þjóðarinnar. Þjóðin hefur svo mjög tileinkað sér neysluhugsunarháttinn, að öll hug- sjónabarátta í anda Jóns Sigurðssonar hefur verið látin lönd og leið og lifir ekki i vitund þjóðarinnar. Jón er dauður pólitiskt, þess vegna kalla ég þetta „dauða mynd". Þjóðfélagsgagnrýnandinn og upp- reisnarmaðurinn er eiginlega þurrkaður af honum. Ráðandi öfl í þjóðfélaginu hafa hagnýtt sór hann sem tákn um falska samstöðu allra íslendinga." En fyrrnefnt viðtal bregður einnig upp viðhorfi Jóns Guðnasonar til sambandsins milli baráttu Skúla og Jóns Sigurðssonar. Þar segir: „Þar sem ég m nntist á Skúla Thoroddsen, lang- ar mig að koma þvi á framfæri, að ég tel hann arftaka Jóns Sigurðssonar. Með honum kemur hins vegar hvassari tónn í baráttuna, enda er verkalýðs- hreyfingin þá að stíga sín fyrstu spor og þjóðin farin að skiptast meir en áður. Embættismennirnir rísa til varnar, en Skúli tekur afstöðu með alþýðunni og heldur áfram þjóðfélagslegri gagnrýni. Þegar landshöfðingi kvartar yfir því að Skúli hafi æst með þjóðlnni óánægju gegn stjórninni, skrifar Skúli grein sem heitir „Öánægjan". Þar segir hann: „Óánægjan er fræið sem ávextina gefur", og skil- grein'r það nánar: „Þetta er ekki nöldur, heldur markviss ádeila, málefnaleg ádeila, sem á að breyta þjóðfélaginu og bæta allt sem aflaga fer. Jón Sigurðsson og Skúli Thoroddsen telja það hlutverk allra umbótamanna að setja fram þjóð- félagslega gagnrýni." í lok viðtalsins er Jón Guðnason spurður um það, af hverju Islendingár séu hræddir 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.