Réttur


Réttur - 01.01.1975, Page 77

Réttur - 01.01.1975, Page 77
Ekkert lært — ,,Við sannir Islendingar á Svið- insvik þurfum að fara að berjast fyrlr að koma upp alminlegri kirkju," .... ,,Ég er lýðræðissinni" .... „Það sem atvinnuvegirnir heimta er þegnskylduvinna, en ekki dag- launavinna þar sem fólkið venur sig á ættjarðarlaust kjaftæði, og mundi drepa okkur þá frjálsbornu ef það gæt', alveg eins og írskir þrælar, og selja íslendinga í hend- ur dönum og rússum." Pétur Pálsson Þrihross í „Hús skáldsins" eftir Halldór Lax- ness. 1939. „Fáum dögum síðar var stofnað Félag Sannra Islendinga á Svið- insvík með almennri þátttöku." Halldór Laxness. Hús skálds- ins. 1939. — engu gleymt „Og ekki er það síst nauðsyn- legt fyrir verklýðsforingja, sem hafa áhuga á því að stuðla að lýðræð. og þingræði I landinu og farsælli þróun á erfiðum timum, að brýna þjóðhollustu fyrir fylg- ismönnum sinum, svo að starf þeirra og afstaða megi verða þjóð- inni allri til heilla og hamingju, en kalli ekki á andstöðu, sem e'n- ungis yrði til þess að draga úr bættum lifskjörum, ekki síst laun- þega i landinu." .... „Mikill launamismunur og ójafn- rétti kallar einungis á stéttastríð, sem yrði vatn á myllu kommún'sta og annara öfgaafla, sem vilja það þjóðfélagsform, sem við búum við, feigt. Gegn slíkum öfgaöflum verða allir sannir Islendingar að snúast af hörku, eindrægni og ábyrgðartilfinningu."' MorgunblaðiS, Reykjavikur- bréf, 20. okt. 1974. Ef ekki væri sauðargæran . . . „Væri túlkun Harðar Einarsson- ar látin gilda fyrir sjálfstæðishug- sjónina i dag, myndi fylgið hrynja af Sjálfstæð'sflokknum í þeim mæli, að eft r sæti örfámennur hópur harðsoðinna eiginhags- muna, er telja, að tillitslaus sér- hagsmunahyggja hinna fáu, sterku og útvöldu eigi að s tja i fyrirrúmi fyrir skipulögðu jafnréttissamfé- lagi og samræmdu frjálsu fram- taki." Þórir Haukur Einarsson á Drangsnesi í Morgunbl. 29. des. 1974 (í grein und r fyrir- sögninni „Byggðastefna eða gróðasjónarmið — tilefni: Maðurinn með vöndinn"). Bandaríkin „Það er hart að í landi með þúsundir miljarða dollara í þjóðar- tekjur skuli miljónir samborgara okkar ekki hafa efni á að borga — og fái ekki — almenn'lega sjúkraþjónustu; miljónum barna okkar er neitað um sæmilega menntun; miljónir Amerikana verða að lifa í skúrum til sveita og he'lsuspillandi hverfum í borgum." „Sem stendur hefur mikill hluti heims viðbjóð á Bandaríkj- unum og því, sem þau tákna. Bæði heima fyrir og i utanríkispóLtik okkar erum við álitn'r fulltrúar of- beldis; ég hirði að vísu ekki mik- ið um hugmyndir sem eru ekki í samræmi við raunveruleikann, en þessi mynd af okkur á sér rætur í raunverule kanum. Erlendis erum við í grimmdarlegu og ós'gursælu stríði við fátækt fólk litillar frum- stæðrar þjóðar. Heima fyrir, — og orsök þess er vanræksla af því við höfum áratugum saman verið á kafi i allskonar flækjum erlendis — heima fyrir setja glæp- irnir mark sitt á borgir okkar og ógnanir um launmorð mark sitt á stjórnmálalíf okkar. Amerika, sem fyrir nokkrum árum sýndist vera veröldinni fyrirmynd lýðræðis og félagslegs réttlætis, hefur orðið að tákni ofbeldis og óbeislaðs valds." W. J. Fulbright: The crippled Giant. („Krepptur risi") (bls. 277). Er nóg að breyta litnum á líkunum? „Ríkisstjórn Nixons hélt að Bandarikjaþjóð myndi sætta sig við endalaust strið, ef það væru bara Asíumenn en ekki Amerikan- ar, sem væri „eytt" í svo rikum mæli. Ég er ekki þeirrar skoðun- ar; ég held að Bandarikjaþjóð fylltist fordæm ngu yfir þvi að þessu tilgangslausa drápi sé hald- ið áfram, jafnvel þótt flestir af þeim, sem nú eru drepnir séu út- lendingar, jafnvel þó Nixon for- seta og Dr. Kissinger hafi að miklu leyti tekist að breyta litnum á lík- unum." J. William Fulbright: The crippled Giant (bls. 81). Svíþjóð án kreppu „Framleiðslan óx um 3,5% 1974. Launafólk í Svíþjóð fékk 7% hækkun í raunverulegum tekj- um .... Strang ráðherra áleit út- I tið 1975 gott .... í síðustu viku var dönskum atvinnuleysingjum safnað saman og fluttir í flugvél til Sviþjóðar. Það vantar verka- menn i Sviþjóð og reynt er með bréfasendingum til danskra verka- manna að fá þá til að koma . . . ." Úr „Spiegel", 20. jan. 1975.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.