Réttur


Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 19

Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 19
við þjóðfélagsgagnrýni og í svarinu tengir hann skemmtilega saman söguna og samtím- ann. Þar segir: ,,Menn eru einfaldlega hræddir við að blakað verði við þe'rra eigin stöðu, Allt það sem er fé- lagsleg gagnrýni, er kæft niður með alls konar þrasi, það er kallað tíska frá Svíþjóð og sagt um stúdenta að þeir þekki ekki til vinnandi fólks. Stúdentar hafa haldið uppi félagslegri gagn- rýni og I rauninni haldið uppi merki Jóns Sig- urðssonar og Skúla Thoroddsen, með því að líta á þjóðfélagsgerðina taka hana til umræðu og gagn- rýna það sem aflaga fer."1' Það er vissulega þarft verk, þegar reynt er að kæfa alla þjóðfélagsgagnrýni og út- hýsa henni í ríkisfjölmiðlum, að draga fram þann ríka þátt sem þjóðfélagsgagnrýnin var í lífi og starfi leiðtoga okkar í sjálfstæðisbar- áttunni. I ævisögu Skúla hefur höfundi ein- mitt tekist að ná vel fram þessum þætti í stjórnmálábaráttu hans og hann bregður upp mörgum dæmum um hina skeleggu gagn- rýni Skúla einkum á embættismannavaldið. HVER VAR ÞESSI SKÚLI THORODDSEN? Meira en helmingur landsmanna í dag hefur á sínum æviferli ekki hlotið þann vafa- sama heiður að teljast þegnar Danakonungs (þ.e. jæir sem fæddir eru eftir 17. júní 1944) og í augum þeirra renna kempurnar frá tím- um sjálfstæðisbaráttunnar gegn Dönum sam- an. Eldri kynslóðin hefur hins vegar mótaðri mynd af þessu. I lokakafla ævisögunnar skýr- ir höfundur mjög vel viðhorf Skúla og bar- áttuaðferðir. Þar segir: „Nútímamönnum getur virst sem þversagnar gæti í þe'rri afstöðu Skúla Thoroddsen að halda fram frekustu jafnréttiskröfum en vilja jafnframt efla borgaralegt skipulag, þar sem slík félagsskipan með framleiðsluháttum sínum og eignarhaldi býður óhjákvæmilega heim nýjum félagslegum afstæð- um, stéttum auðmanna og öreiga, og misskiptingu Jón Guðnason sagnfræðingur auðæfanna. Hvað þetta snert'r, er nauðsynlegt að hafa þróunarstig íslensks þjóðfélags i huga. And- stæður þær, sem kapítalisminn getur af sér, komu fyrst upp að ráði, er Skúli var tekinn að ganga síðasta skeiðið, en skoðun hans á mætti og áhrifum auðs og auðræðis er ber, því að hún birtist I mörgum ummælum hans, og hafa ým s þeirra verið tilfærð hér að framan. Þjóðfélagsleg skoðunaraðferð Skúla Thoroddsens var I marxískum anda, mótuð af sögulegri efnis- hyggju og díalektískum viðhorfum. Hin sögulega framvinda ákvarðaðist af þjóðfélagsháttum og framleiðsluháttum, en maðurinn og stéttirnar voru afkvæmi umhverfis og samfélags. Hann skoðaði því þjóðfélagið og fyrirbrigði þess I Ijósi stétta- baráttunnar, þeirrar streitu og mótsagna, sem ólíkur efnahagur, félagsleg staða og menntun vekja upp. Sósíalískur skoðunarháttur var fátiður á þessum árum á Islandi, en hann kemur einkum fram hjá skáldunum Einari Benediktssyni, Gesti Pálssyni, Stephani G. Stephanssyni og Þorsteini Erlingssyni 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.