Réttur


Réttur - 01.01.1975, Side 50

Réttur - 01.01.1975, Side 50
ekki ræst eins og vonir stóðu 11. Heimsvaldastefn- an hefur kunnað betur að aðlaga sig hinum nýju aðstæðum, en gert var ráð fyrir. Auðmannastéttin hefur enn haft ráð á að friða fjölmenna þjóðfélags- hópa með allmiklum friðindum. Enn hefur ekki kom'.ð til alvarlegrar kreppu. Það hefur yfirleitt ekki komið til þerirar sósíalísku þróunar I van- þróuðu löndunum, sem ráð var fyrir gert. Á þessu tiltölulega langa þlómaskeiði kapítalismans, sam- fara miklum vandamálum, sem upp hafa komið i sósíalísku löndunum, hefur reynslan sýnt, að að- dráttarafl þeirra varð stórum minna en ætlað var. Hinu ber síst að ne'ta, að til dæmis Kína, Norður- Kórea og Kúba eru lýsandi fordæmi fyrir van- þróuðu löndin og hafa þar mikið aðdráttarafl, að svo miklu leyti sem fólk hefur hugmynd um, hvað þar er að gerast. Það sem mestu máli skiptir er þó hitt, að bylt- ingarástand og fylgi meirihlutans nægir ekki til þess að bylting verði. Það hefur aldrei komið fyrir í sögunni, að yfirráðastéttin hafi sleppt völdunum af fúsum vilja. Síðan þessi samþykkt var gerð, hefur þetta sannast enn áþreifanlegar og stundum með hryllilegum hætti, jafnvel þótt ekki væri um byltingu að ræða heldur aðeins missi meiriháttar gróðalinda og forréttinda eins og til að mynda I Chile. Yfirráðastétt gefst ekki upp fyrr en öll sund eru lokuð, og þá verður alþýðan að ráða yf'r styrk, sem er meiri en allar vígvélar hennar. Hvernig stendur á því, að slik megináhersla skyldi vera lögð á hina friðsamlegu leið i sam- þykktum kommúnistaflokkanna einkum í Vestur- og Austurevrópu fyrir hálfum öðrum áratug og enn I dag? Ég held að þar hafi fyrst og fremst tvennt komið t!l: Sigursæl valdbylting í Vesturevrópu var ekki í sjónmáli. öll stjórnlist þessara flokka og baráttuaðferðir þeirra I pólitískum átökum þeirra tíma miðuðust við mjög langt skeið tiltölulega frið- samlegrar baráttu, án þess að til úrslita drægi. Og i öðru lagi brýn þörf Sovétrikjanna og fylgiríkja þeirra fyrir frið, langt timabil friðsamlegrar þróun- ar, og þess vegna mikill ótti við öll stórátök, er gætu stofnað friðinum I hættu. Þetta var óskhyggja, sem átti sér mjög raunhæfar ástæður. Þegar upp úr slitnaði milli kommúnistaflokka Sovétríkjanna og Kína, fóru fram mikil bréfaskipti milli þeirra og sumt af því hefur aldrei verið birt. Mér er þó kunnugt um margt fróðlegt I þessum bréfum, meðal annars ýmislegt um hina friðsam- legu leið t:l sósíalismans. Kínverjar neita því harð- lega, að þeir hafi nokkurntíma vefengt, að friðsam- leg leið til sósíalismans væri hugsanleg I ýmsum löndum. En þeir segja að alit of mikil áhersla sé lögð á þá leið í Moskvusamþykktinni. Þetta dragi úr árvekni fólksins. Enda þótt skilyrði geti skapast fyrir friðsamlegri valdatöku, viti þeir ekki 11, að sú leið sé fær eins og sakir standa I nokkru landi. Það sé ævinlega hættulegt, þegar óskin verði móðir hugsunarinnar og ekki horfst nógsamlega í augu v:ð raunveruleikann. Þeir segja líka, að i fyrstu drögum ályktunarinnar hafi eingöngu verið fjallað um friðsamlegu leiðina, en kínversku fulltrú- arnir hafi fengið þetta leiðrétt. Hvaða líkur eru á því að styrkle kahlutföll i heiminum, einnig að því er tekur til hinna beinu valdatækja, breytist svo, að byltingaröflin verði nógu sterk til þess að leggja auðvaldsskipulagið að velll? Þetta getur orðið mjög löng þróun, en hún ger- ist eigi að síður. Ég hef þegar rætt nokkuð um þessi þróunaröfl og get þvi verið stuttorður úr þessu. Nú dregur upp þunga bliku á himni auð- valdsins. Djúptæk kreppa virðist vera á leiðinnh Það er ekki óliklegt að ný skörð verði brotin í varnarmúr auðvaldsins I þessari kreppu, ekki síst í vanþróuðu löndunum. Allviða í heiminum hafa byltingaröfl'n tök á því, að afla sér nokkurs vopna- búnaðar fyrst og fremst með tilstyrk sósialisku landanna. Og þótt leikurinn sé ójafn við tækni- væddan her nútimans, þá sýnir reynslan, að ein- huga fólk, sem leggur allt í sölurnar, getur haft I fullu tré við hann. Það hefur reynslan sýnt ræki- lega framar öllu í Vietnam, Alsír og portúgölsku nýlendunum í Afríku. Og kreppuástand í löndum heimsvaldastefnunnar gefur meiri vonir um sam- stöðu og samhjálp hinna undirokuðu I vanþróuðu og iðnvæddu löndunum. Ég vil I þessu sambandi leggja ríka áherslu á, að sigur I tvísýnum leik við firnavoldugan andstæðing vinnst ekki nema með mikilli fórnfýsi og geysimiklum siðferðilegum yfirburðum. Að rækta slíka fórnfýsi, siðvæða hina undirokuðu stétt til mikilla átaka og að hafa það sjónarmið ævinlega rikt I huga I allri stéttabaráttu á friðartimum, er eitt allra mikilvægasta stjórnlist- arverkefni allra sósíalískra byltingarflokka. Og þar er Víetnam hin mikla fyrirmynd. Kapítalism'nn mun verða fyrir fleiri kreppum si og æ meðan hann stendur. Og æ fleiri skörð verða brotin í virki hans. Styrkur hans til að verjast kreppum og áföllum verður þvi minni sem af hon- 50

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.