Réttur


Réttur - 01.01.1975, Qupperneq 14

Réttur - 01.01.1975, Qupperneq 14
þarfir. Það er barist fyrir svo fánýtum hlut- um sem litasjónvarpi, menn krefjast „frelsis" til innflutnings hvers konar ómerkilegra hluta, sem keyptir eru fyrir gjaldeyri, sem aflað er í sjávarplássum sem Neskaupstað. Tilvist þessara þorpa er landsmönnum nauð- syn, en það vill oft gleymast, að þar býr fólk við mun verri kjör en t.d. á stór-Reykjavíkur svæðinu; hærra vöruverð, og mun minna vöruúrval, minni félagslega þjónusm, færri tækifæri til að njóta lista- og menningarlífs eða til skólagöngu, samgönguerfiðleika, orku- skort o. fl. Þegar náttúran fer hamförum, hrökkvum við óþyrmilega við, en drögum við skynsam- lega lærdóma þar af? Eru lífshættir okkar og ýmiss konar framkvæmdir í samræmi við landslag og veðráttu landsins? Hví höfum við ekki safnað í sjóði til þess að vera fær um að bæta að fullu tjón af óvæntum áföll- um. II. KJARKUR, DUGNAÐUR, ÆÐRULEYSI Kvöldið áður en snjóflóðið féll á Nes- kaupstað, hélt á annað hundrað manns heim frá fiskverkun í frystihúsinu, eftir að búið var að verka þann afla, sem landað hafði verið. Jólin voru að ganga í garð og því gert hlé á vinnslunni. Einnig hafði útskipun á mjöli frá bræðslunni verið frestað vegna ó- veðurs. Slysadaginn voru því óvenju fáir við vinnu í þessum fyrirtækjum. Jafnskjótt og mönnum varð atburðurinn ljós flykktist fólk á staðinn. Af stakri rósemi og festu tóku menn að leita skipulega að fólki, sem hugsanlega hafði grafist undir. I fyrstu vissi enginn hverra eða hve margra var saknað. Menn sem naumlega sluppu undan flóð- inu eða jafnvel lentu í því án alvarlegra áfalla, fóru strax að moka. Fyrstu björgun- armenn, sem komu á staðinn eftir að fyrra flóðið féll, sluppu rétt undan hinu síðara, en það aftraði þeim ekki frá því að taka til óspilltra málanna. Fjöldi manna kom til hjálpar úr nálægum byggðum með vélar og tæki. Unnið var sleitulaust við erfiðar að- stæður innan um brak húsa og tækja í ammoníakmengun og kulda. Aður en nýr dagur rann hafði 9 manns verið bjargað lif- andi undan snjóþunganum, 9 lík höfðu fund- ist, enn var þriggja saknað. Það var eins og birti yfir staðnum, þegar ungur pilmr fannst á lífi, eftir að hafa verið týndur í 20 klst. Menn undu sér vart hvíldar um jólin og jólahald var að sjálfsögðu með öðrum hætti en menn hefðu viljað. Vonin um að þeir týndu findust lifandi var brostin. Nú beindist björg- unarstarfið að atvinnutækjunum, sem lágu í rúst. Af sama æðruleysi og festu og áður gengu menn til verka sinna, jafnt ungir sem gamlir. Á stað sem Neskaupstað er ekki óvana- legt að mannslíf glatist í baráttunni við haf- ið og oft er höggvið nærri. Sjómenn alast upp við nauðsyn samhjálpar. Skipshöfn ein úti á reginhafi, þar sem hættan vofir sífellt yfir, hefur á ekkert að treysta nema samhug og samheldni hópsins. Þjóðin öll er harmi slegin, samúðarkveðj- ur hafa borist hvaðanæva. Líf bæjarbúa hef- ur raskast meirá og minna og menn sakna vinar í stað. Mest er sorg þeirra, sem sjá á bak ástvina sinna. Sá sem viðstaddur hefur verið útför 12 manna, sem hrifsaðir eru brott í einu vetfangi í 1.600 manna bæ, gleymir ekki þeirri sorgarsmnd. III. HVAÐ BER FRAMTlÐIN I SKAUTI SÍNU? Aður en náttúruhamfarirnar dundu yfir ríkti bjartsýni um framtíðina í Neskaupstað, 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.