Réttur


Réttur - 01.01.1975, Page 38

Réttur - 01.01.1975, Page 38
andi vanrækslu og áhugaleysi hægri stjórna. Ahrif Alþýðubandalagsins taka að segja til sín við nýja stjórnarstefnu, þau eru forsenda stefnunnar í landhelgismálinu og yfirstjórn sjávarútvegsmála í báðum vinstri stjórnun- um í höndum sama mannsins, ráðherra Al- þýðubandalagsins Lúðvíks Jósepssonar. III. Við íslendingar vitum, að landhelgis- baráttan er barátta fyrir lífshagsmunum þjóð- arinnar, vegna þess að efnahagslíf hennar og þar með sjálfstæði hennar er háð fiski- miðunum í kringum landið. Sjósókn og fisk- iðnaður er undirstaða þjóðarbúsins og verður svo um ókomin ár. Þjóðir heimsins þarfnast nú mjög aukinnar matvælaframleiðslu, ekki síst eggjahvíturíkrar fæðu. A því sviði kunn- um við Islendingar til verka. Starfsvettvang- ur okkar er kannske þýðingarmeiri nú en nokkru sinni áður. IV. Það var því eitt af grundvallarstefnu- málum vinstri stjórnarinnar, að hefja þegar í stað samhliða útfærslu landhelginnar í 50 mílur, alhliða endurreisn í sjávarútvegi undir forysm ríkisvaldsins. Heitið var stórfelldri uppbyggingu allra frystihúsa landsmanna og flota nýtísku skuttogara, sem dreift yrði um landið til að tryggja jafnframt öllum lands- hlumm nægt hráefni til vinnslu. Þörfin var vissulega brýn. V. Þegar litið er um öxl til undanfarinna 3ja ára, hefi ég ríka tilhneygingu til að slíta ekki landhelgisbarátm þessara ára úr tengsl- um við hina miklu endurreisn sjávarútvegs- ins, sem þá var framkvæmd. A þessum allt- of skamma tíma vinstri stjórnarinnar, héld- ust í hendur barátta og sigrar landhelgis- málsins og nýsköpun sjávarútvegs, sem líkja má við byltingu, sem gerbreytti á skömmum tíma öllu atvinnuástandi landsbyggðarinnar, hvert sem litið var, og færði þessa atvinnu- grein upp á nýtt og hærra framleiðslustig. 38 NÝSKÖPUN SJÁVARÚTVEGS I. Það er lærdómsrík staðreynd og tákn- ræn, að uppbygging fiskiskipaflota lands- manna, einkanlega togaraflota, hefur ekki farið fram með jafnri og stöðugri þróun, einsog eðlilegast er og hagsmunir þjóðarinn- ar standa til. Uppbygging togaraflotans hef- ur farið fram með undra sveiflukenndum hætti í tengslum við ákveðin pólitísk straum- hvörf. Enn er það fyrir áhrif róttækra um- bótaafla að skilningur þessara mála vaknar og langvarandi kyrrstöðu- og vanrækslu svefni stjórnarvalda er snúið upp í tímabil snöggra framfara. II. Einsog kunnugt er, hafa sósíalistar jafnan barist fyrir eflingu undirstöðuatvinnu- vega landsmanna, og grundvallað þá stefnu sína á baráttu fyrir frjálsu og óháðu Islandi. Geta þjóðarinnar til að standa á eigin fótum ræður því hvernig henni vegnar í samfélagi við aðrar þjóðir og stærri. Það hefur því komið í þeirra hlut að beita sér fyrir upp- byggingu togaraflotans. III. Skömmu fyrir síðari heimsstyrjöld var togarafloti okkar og sjávarútvegur yfirleitt úr sér genginn. Nýsköpunarstjórnin, með þátttöku sósíalista, bar þá gæfu til þess, að beina verulegum hluta gjaldeyristekna stríðs- áranna til uppbyggingar sjávarútvegsins. A árinu 1960 voru hér gerðir út 46 tog- arar. En einsog kunnugt er var það eitt af af- rekum 12 ára „viðreisnar" að láta flota þenn- an ganga fullkomlega úr sér á ný. Aðeins voru eftir örfá skip, sem ekki voru farin að nálgast 25 ára aldurinn og gátu talist nýleg. Skömmu áður en „viðreisnin" fór frá völd- um, höfðu þó verið samþykkt kaup á 8 stórum skuttogurum. Það er hinsvegar með valdatöku vinstri stjórnarinnar 1971, að verulegur skriður

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.