Réttur


Réttur - 01.01.1975, Page 65

Réttur - 01.01.1975, Page 65
yfirstéttarinnar og Nato-bandalagsins með henni og hét á hermennina að snúa heim og láta ekki misnota sig. „Þeir, sem neita fólkinu um brauð og frelsi, fá því nú vopn í hönd og flækja það út í stríðsæfintýri. Þeir eru að reyna að tryggja viðhald arðránsins í landi voru með herlög- um og brjóta þjóðfrelsishreyfingu alþýðu á bak aftur.” — Svo segir m.a. í ávarpinu. Kommúnistar í Tyrklandi, bannaðir og of- sóttir, sýna með þessari afstöðu sinni sanna alþjóðahyggju í verki. SUÐUR-VIETNAM Þjóðfrelsisfylkingin í Suður-Víetnam sæk- ir nú á og vinnu marga mikilvæga sigra. Leppstjórn Bandaríkjamanna, Thieu-ein- ræðið hefur leitt argasta öngþveiti yfir þann hluta landsins, sem hún enn ræður. Frá árs- byrjun 1973 hefur gengið verið fellt 17 sinn- um, verðbólgan vex gífurlega, atvinnuleysið er orðið slíkt að í sumum borgum er helm- ingur íbúanna atvinnulaus. Framleiðslan er orð n minni en var 1960.1 mörgum héruðum deyja heilar fjölskyldur úr hungri. Stríðið hefur eyðilagt samgöngur landsins og meir en hálfa miljón hektara af hrísgrjónaekrum. I borgunum er raunverulega komið á „neyslu- þjóðfélag'' sérstakrar tegundar, þar sem 90% íbúanna verða að lifa af hjálp utan- lands frá. Tveir þriðjungar útgjalda á fjárlögum fara í herkostnað og kúgunartæki gegn alþýðu. Hálf miljón manna er í hernum. Fjórar milj- ónir í einskonar hernaðarsamtökum. 122 þús- und lögreglumenn halda vörð um fangelsi og fangabúðir, þar sem 200 þúsund fangar eru meira eða minna sveltir og kvaldir. Thieu skírskotar til alþjóðaauðvaldsins að fjárfesta í Suður-Víetnam, laun verkamanna séu þar helmingi lægri en sultarlaunin í Singapure og alþjóðaauðvaldinu er boðið tollfrelsi, skattfrelsi og trygging gegn þjóð- nýtingu. En alþjóðáhringarnir virðast ekki áfjáðir. Rodney Arismendi FRJÁLSIR Rodney Arismendi, aðalritari Kommúnista- flokks Uruguay, sem fangelsaður var í maí 1974, hefur nú verið látinn laus og er kom- inn út úr helgreipum böðulsstjórnarinnar þar í landi. Þá hafa og tveir fyrrverandi ráðherr- ar alþýðustjórnarinnar í Chile, þeir Clodo- miro Almeyda og Jorge Tapia verið látnir lausir. Það eru mótmæli alþýðunnar um víða veröld og kröfur ýmissa voldugra samtaka, svo og ríkisstjórna sósíalistísku landanna, sem knúið hafa fram frelsun þessara bar- áttumanna. PALME DUTT DÁINN Þann 20. desember 1974 lést Rajani Palme Dutt, 79 ára að aldri. Þessi ágæti rit- höfundur og skarpskyggni marxisti hefur í rúma hálfa öld verið einn af bestu leiðtog- um Kommúnistaflokks Bretlands. Faðir Palme Dutt var Indverji, Upendra Krishna Dutt (1837—1938) og móðir hans 65

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.