Réttur


Réttur - 01.01.1975, Side 49

Réttur - 01.01.1975, Side 49
byltingarþróun og stéttastríði hins síðasta tíma- skeiðs í lifi kapítalismans. Lenín lagði alltaf á- herslu á, að byltingin 1917 væri ekki gerleg án þess að kunna góð skil á reynslu Parísarkomm- únunnar og byltingarinnar I Rússlandi 1905 og hag- nýta hana rétt. Hversu fe kna miklu ríkari reynslu höfum við öðlast nú. Og það gildir jafnt nú og þá, að það er ekki hægt að gera sér rétta grein fyrir stjórnlist okkar tíma nema með því að hagnýta sér vel og draga réttar ályktanir af allri þessari reynslu, ekki aðeins reynslu rússnesku og kín- versku byltinganna, heldur allri byltingarbaráttu áranna eftir striðið, I Víetnam, Indónesíu, Kongó, Ghana, Brasilíu, Chile, Portúgal og portúgölsku ný- lendunum og síðast en ekki síst reynslu hinnar sigursælu byltingar á Kúbu. Það er augljóst af því, sem ég hef nú sagt, að forsendur mínar til þess a,ð gera þessu máli nokkur skil eru harla fátæklegar og niðurstöðurnar eru að sjálfsögðu jafntakmarkaðar og forsendurnar. Ég held að þetta gildi jafnt um okkur alla. Fram til þessa hafa allar sósíalískar byltingar verið tengdar ósigri yfirráðastétta í styrjöldum að undanskilinni byltingunni á Kúbu. Nú verður hvort- tveggja að gerast til þess að mannkynið megi lifa: Að komið verði I veg fyrir nýja heimsstyrjöld og sósíalísk bylting sigri. Hið mikla vandamál er að sameina þetta tvennt, leysa af hendi þetta tví- þætta verkefni. Þá er fyrst að athuga hina margræddu og marg- umdeildu spurningu, hvort leiðin til sósíalismans geti hugsanlega orðið tiltölulega friðsamleg og á vegum borgaralegs þingræðis. Er þá fyrst að geta þess, að fjarri fer þvi, að það sé eitthvert fráhvarf frá marxismanum að gera ráð fyrir, að I sumum löndum muni verða unnt að fara þingræðisleiðina og I því felist munurinn é sósíaldemókrötum og kommúnistum. Þjóðfélags- byltingin hlýtur að lokum að verða jafndjúptæk og gagnger, þó að unnt reynist að fara þá le'ð. Það breytir engu um skoðanir byltingarmanna á þró- unarlögmálum auðvaldsins, nauðsyn stéttabarátt- unnar, hlutverki hins sósialíska rikisvalds, gerð flokksins o. s. frv. Marxistar hafa alla tíð getað hugsað sér þann möguleika við viss skilyrð:. Marx og Engels litu svo á, að tiltölulega friðsamleg þingræðisleið væri ekki með öllu ófær í vissum löndum. Þe'r áttu þá fyrst og fremst við England, sem þá hafði ekki herveldisstjórnarfar eða há- þróað stéttarríkisvald eins og átti sér stað á meg- inlandinu. Þetta var á áttunda tug 19. aldar. Á þessu varð síðan breyting. Allstaðar í löndum auðvaldsins tók ríkisvaldið á sig mynd síðkapítal smans, varð að háþróuðu stéttarvaldi. Lenín og aðrir marxískir byltmgarmenn þessa tímabils gerðu því ráð fyrir að valdþeiting yrði nauðsynleg í flestum löndum he'ms. Eigi að síður sagði Lenín: „Verkalýðsstéttin mundi að sjálfsögðu heldur kjósa að taka völdin á friðsamlegan hátt". (I ritgerðinni: Eine ruckláufige Richtung in der russischen Sozialdemokrat e). Þessi sama ósk var látin I Ijós bæði I stefnuskrá Sósíalistaflokksins frá 1938 og I yfirlýsingu hans um ,,Leið Islands tl sósíalismans" 1963, með mikl- um fyrirvörum þó um tiltök þess að fara þessa leið. Sumir hafa talið þetta hina verstu „endur- skoðunarstefnu". Ef svo er, þá hefur Lenín líka verið „endurskoðunarsinni" og ekki betri. Nú hefur þvi h'nsvegar verið lýst yfir af flestum kommúnistaflokkum heims, að þeir telji að I mörg- um löndum sé friðsamleg og þingræðisleg leið til valdatöku alþýðunnar hugsanleg og í sumum löndum mjög líkleg. Kommúnistaflokkar Vestur- evrópu hafa lagt á þetta mikla áherslu. Þessi stefna var samþykkt é XX. þ'ngi Kommúnistaflokks Sovét- rikjanna og aftur I yfirlýsingu kommúnistaflokka sósíalísku landanna árið 1957, og er rétt að minn- ast þess, að Kommúnistaflokkur Kína átti líka hlut að þeirri samþykkt og réði talsvert miklu um orða- lag hennar. Þá er spurning'n: Hvað hefur breytst? Það sem á árunum milli styrjaldanna var talið harla fráleitt, er nú tekið upp sem stefnumið kommúnistaflokka I Evrópu og víðar. Voru fullgild rök og fullgildar forsendur fyrir þessari ályktun? Rök'n fyrir þessari ályktun eru fyrst og fremst þær breytingar á styrkleikahlutföllum stéttanna og samfylking sósíalískra hreyfinga og annarra and- imperíalískra afla, sem ég hef reynt að gera nokkra grein fyrir hér á undan. En fleiri stoðum var rennt undir hana. Er þá fyrst að nefna, að gert var ráð fyrir mikilli framþróun og stórbættum lífskjörum I sósíalísku löndunum meðan enn mundi síga á ó- gæfuhlið í auðvaldslöndunum. Þetta mundi hafa mikið aðdráttarafl fyrir alþýðuna í löndum kapítal- ismans. Þá var á það bent, að í mörgum auðvalds- löndum séu miklar horfur á því, að unnt verði að sameina me rihluta þjóðanna I baráttu gegn hinum drottnandi einokunaröflum auðvaldsins á lýðræðis- grundvelli. Þetta var mikil bjartsýni. Og sumt af því hefur 49

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.