Réttur


Réttur - 01.01.1975, Side 9

Réttur - 01.01.1975, Side 9
andi mynd sýnir.1’ Árið 1971 veltu þessir auðhringar og bankar þeirra 268 milljörðum dollara í reiðu fé, — tvöfalt meiri en allir alþjóðlegir gjaldeyrisvarasjóðir eru. — Og hvað bandaríska auðvaldið og innrás þess í Vestur-Evrópu snertir, þá jókst fjárfesting þess erlendis úr 11,8 miljörðum dollara 1950 upp í 86 miljarða dollara 1971, en sá hluti, sem fjárfestur var í Vestur-Evrópu úr 14,7% heildarfjárfestingar þeirra erlendis í 32% 1971. Stephan G. Stephansson reynist því sem fyrr forspár, er hann skilgreinir „velgerðar- starfsemi” auðvaldsins (í „Dikonissu”): „Hér er sérhver gjöf til gjalda gullinn auð að þrítugfalda, uppi sterkum heiðri halda. Svo hefur ráðsnilld reikningsalda ribbaldann til hugnaðs tamið.” „Það er öllum auðvalds-klöfum efling stór að rausnar-gjöfum —". Alla þessa áratugi, meðan auðhringarnir eru að skapa sér eitthvert ægilegasta fjár- málavald veraldarsögunnar, eru svo blöð auð- mannastéttarinnar látin þilja í sífellu sönginn um „verslunarfrelsið" og „framtak einstak- lingsins" og lofsönginn um Bandaríkin sem forustuafl og hjálparhellu hins „frjálsa heims." Undirgefni íslensku borgaraflokkanna undir amerísk fyrirmæli höfðu 1948 leitt til viðskiptaslita við Sovétríkin og á árunum 1951—56 varð af sömu orsökum atvinnu- leysið orðið almennt í landsfjórðungunum þrem, en hernámsvinnan blómstraði á Vell- inum. Þessi pólitík borgaraflokkanna hafði leitt kreppu yfir landið: 30 þúsund smálestir af freðfiski lágu óseldar 1956 og hraðfrysti- 9

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.