Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 68
nú hungursneyðum í Asíu og Afríku. — Þess-
ar smálestir matar eru til, en þær kosta 2 milj-
arða dollara. Hungrið er ekki óumflýjanlegt
náttúrufyrirbrigði, — orsakir þess eru þjóð-
félagslegar.
í lok október 1974 kom í Bandaríkjunum
út skýrsla frá „Economic Research Service",
rannsóknardeild landbúnaðarráðuneytisins í
hagfræðiefnum. I þeirri skýrslu kom fram
að 1978 til 1970 hefðu Bandaríkin, Kanada,
Astralía og Argentína rekið landbúnaðarpóli-
tík, sem leiddi til minnkunar þess svæðis,
sem hveiti var sáð í, um þriðjung. „Hefðu
þessi lönd haldið því hveitiræktarsvæði, sem
þau höfðu 1967 og 1968, þá hefði verið
hægt að framleiða 90 miljónum smálesta
meir af hveiti," stóð í skýrslunni. — Það
átti að reyna að leyna þessari skýrslu, af því
að alþjóðlega matvælaráðstefnan hófst í Róm
í nóvember, en tókst ekki. Og í Róm sögðu
fulltrúar Bandaríkjanna og annarra „alls-
nægtalanda", að því miður þá hefðu þau nú
yfir minna hveiti að ráða en ella, því upp-
skeran hefði ekki verið góð!!
Það er óttast að á komandi uppskerutíma-
bili deyi um 10 miljónir manna hungurdauða,
mestmegnis smábörn.
McGovern, öldungadeildarþingmaður, sá
er féll fyrir Nixon í forsetakosningum, lagði
til í ræðu á Rómarþinginu um matvælin að
herveldin minnkuðu hernaðarútgjöld um einn
tíunda og olíuframleiðslulöndin fórnuðu
einum tíunda af nýja olíuverðinu til þess að
bæta úr hungrinu. Með fyrrnefndu ráðstöf-
uninni myndu fást 20 miljarðar dollara og
hinni síðarnefndu 7 miljarðar dollara.
Með öðrum orðum: Peningarnir og mat-
vælin eru til, en . . .
Það er eins og hjá Ihaldinu í Reykjavík
9. nóvember 1932: Um morguninn voru
engir peningar til svo verkamenn gætu feng-
ið að vinna, til að seðja sult barna sinna.
En um kvöldið, þegar búið var að slá niður
lögregluna í Reykjavík, þá voru nógir pen-
ingar til.
68