Réttur


Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 42

Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 42
Brynjólfur Bjarnason St j órnlist sósíalískrar byltingar Þann 16. desember 1974 flutti Brynjólfur Bjarnason erindi í félagsheimili stúdenta í Reykjavik um „stjórnlist sósíalískrar byltingar". Fylltu áheyrendur salinn, líklega upp undir tvö hundruð manns, og fylgdust með erindinu af mjög miklum áhuga. Nokkrar fyrirspurnir um einstök atriði komu fram á eftir. ,,Verðandi“, félagsskapur róttækra stúdenta við háskólann, gekkst fyrir þvi að þetta erindi var haldið og verða fleiri erindi flutt af ýmsum öðrum aðilum um þetta efni. Hefur „Réltur“ fengið leyfi til þess að birta þetta erindi Brynjólfs. Umræðuefnið á þessum fundi er stjórnlist. Þetta er áreiðanlega brýnasta viðfangsefni liðandi stundar meðal sósíalista um allan heim. Og jafn- framt hið erf ðasta, svo erfitt að maður kveinkar sér við að taka þátt í umræðum um það án þess að hafa undirbúið sig árum saman og lagt í það alla sina starfskrafta. Stjórnlist eða strategía eru kenningar og að- ferðir til að ná ákveðnu markmiði, venjulega póli- tísku eða hernaðarlegu. Hér er því nauðsynlegt að afmarka viðfangsefnið. Hér er átt við stjórnlist sósialiskrar byltingar. Og enn verður að takmarka umræðuefnið til þess að nokkur vegur sé að gera því skil á þessum fundum. Við verðum fyrst og fremst að miða við Island, stjórnlist íslenskra sósí- alista, og er það ærið verkefni. H tt er svo annað mál, að Island er ekki í tómarúmi. Um leið Islands til sósíalismans og stjórnlistarvandamál íslenskra sósíalista verður ekki rætt nema I nánum tengsl- um við þróunina annarsstaðar í heim'num og nokk- ur alþjóðleg grundvallaratriði sósíalískrar stjórn- listar. Við gerum greinarmun á stjórnlist og baráttuað- ferðum, strategíu og taktik. Stjórnlistin fjallar um leiðirnar til þess að ná því marknrði, sem við stefnum að, en baráttuaðferðirnar taka til þess, hvaða ráðum er beitt til þess að ná ákveðnum tímaþundnum árangri. Allir flokkar be'ta einhverjum baráttuaðferðum i starfi sínu, en sumir hafa enga stjórnlist. Einmitt i því felst hentistefnan. Henti- stefnuflokkar hafa yfirleitt enga stjórnlist og held- ur engan áhuga fyrir henni. Baráttuaðferð r þeirra miðast einungis við einhvern árangur á líðandi stund án tillits til gildis þeirra fyrir þjóðfélagslegt markmið. Sósíalismi er stundum á stefnuskrá slíkra flokka og hann getur lika verið einlæg óskhyggja þeirra, en það er ekki að honum hugað eða tekið m ð af honum i daglegu starfi. Flokkar sem styðj- ast við millistéttir eða þann hluta verkalýðsins, sem unir auðvaldsskipulaginu, eru yfirleitt henti- stefnuflokkar' því að þessir þjóðfélagshópar eru í eðli sinu tvíráðir og re kulir og hafa fyrst og fremst áhuga á stundarhag. Það er hinsvegar aðal sósíalísks byltingarflokks, 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.