Réttur


Réttur - 01.01.1975, Side 55

Réttur - 01.01.1975, Side 55
kvæmanlegt. Við vitum líka. að hver og e'nn getur skipulagt umræðuhópa um margvisleg málefni inn- an Alþýðubandalagsins. Heitar tilfinningar eru nauðsynlegur aflgjafi i öllu starfi sósialista, en það er tími 11 þess kominn, að við látum fremur kalda rökhugsun en tilfinningar ráða baráttuaðferð- um okkar. Djúptæk kreppa auðvaldsskipulagsins er eitt meginskilyrði sósialiskrar byltingar. Við þurfum ekki að hafa fyrir því að skapa það sk lyrði. Það gerir auðvaldsskipulagið sjálft. Annars væri sósíal- isminn ekki söguleg nauðsyn, og öll okkar barátta fyrir markm.ðinu högg i vindinn. Það koma alltaf tímab I, þegar auðvaldsskipu- lagið er fast i sessi og getur boðið fjölmennri millistétt og allstórum hluta verkalýðsins góð kjör, eins og átt hefur sér stað á Islandi um alllangt skeið. Þetta er hið svokallaða ..velferðarþjóðfélag", sem raunar hvílir á brauðstoðum. Sjálf kjarabarátta verkalýðsins og pólitísk barátta sósíal sta, sem ekki hreyfir við sjálfu kerfinu, á sinn þátt i þvi að skapa þessa svikulu velferð og getur þannig orðið til þess að styrkja það um stund. Við þvi verður ekki gert. Það er verkefni sósial sta að standa i broddi fylkingar i kjarabaráttu fólksins á öllum stigum þróunarinnar og baráttunnar. Að öðrum kosti væru þe:r ekki hluti h:ns vinnandi fólks, mundu e'nangrast og ekki fá atfylgi þess til að ná markmiðum sínum. En það er ekki sama hvernig þessi barátta er háð. Það er nauðsynlegt að hafa það sjónarmið alltaf í huga, sem Lenín orðaði i einni setningu: Endurbæturnar eru hjá- verk byltingarinnar. Hagsmunir auðvaldsins í svo- kölluðum „velferðarþjóðfélögum" er að skapa gerv þarfir til þess að þjóna eðli sinu: Þenslu þenslunnar vegna. Það vill brenna við, að verka- lýðsflokkar verði fórnarlömb slikra sjónarmiða á velmegunartímum i stað þess að sýna fram á auð- valdseðli þeirra með öllum sinum siðspillandi og mannspillandi áróðri og beina kröfum verkalýðs'ns inn á réttar brautir. Kann þá að vera, að stundum þurfi að synda móti strauml, en það borgar sig, þegar til lengdar lætur. Enn verð ég að leggja áherslu á, að hvern dag og hverja stund verðum við að kappkosta að gera okkur sem Ijósasta grein fyrr þvi, hvort árangur baráttunnar færir okkur nær markinu og breytir styrkleikahlutföllunum okk- ur í dag. Til þess að sósíaliskur flokkur geti sigrað i byltingu, haldið völdpnum og reist hið nýja þjóð- skipulag af grunni án stóráfalla, verður hann ekki e'nungis að njóta fulltingis meirihluta þjóðarinnar. Hann þarf lika að styðjast við fjölmennt lið gætt þroskaðri byltingarvitund, félagshyggju og sið- ferðisvitund. Hann þarf einnig á miklu mannvali að halda t'l þess að framkvæma hin fjölþættu verkefni nýs þjóðfélags. Til þess þarf ekki aðeins þekkingu og kunnáttu heldur líka mikinn félags- þroska og siðgæðisþroska. Allt starf og öll bar- átta á aðdragandatímabili hinnar sósíalísku umbylt- ingar verður að stefna markvisst að þvi að skapa þessi huglægu skilyrði, jafnt á velmegunar- og krepputímum, ala upp fjölmennt úrvalslið innan hins rikjandi þjóðskipulags, sem hefur sig yfir ein- staklingshyggju og upplausnarsiðferði hins kapit- alíiska umhverfis. Það er mjög áríðandi, að í allri kjarabaráttu sé forustan ekki á valdi hins sund- urvirka tiðaranda, þar sem hlaupið er eft'r sérhagsmunakröfum einstakra hópa til þess að halda fylgi þeirra, sem að sjálfsögðu er aðeins fylgi við þröngsýna eiginhagsmuni og á ekkert skylt v'ð fylgi við stefnu og heildarhags- muni stéttarinnar. I allri hagsmunabaráttu ríður mest á þvi að í hvert sinn, sem kemur til stétta- átaka á hvaða vettvangi sem er, þá geti það orðið skóli í félagshyggju og samheldni, jafnframt þvi sem það er pólitiskur skóli, er færir mönnum heim sann'nn um, að hagsmunir þeirra samrýmist ekki sjálfu kerfinu. Til þess að fullur árangur náist, þarf mikla umbyltingu á öllu kerfinu, það þarf að brjóta ramma þess. Þetta er að vísu skóli reynslunnar. En það þarf lika kennara I þeim skóla. Það er framar öllu verkefni sósialísks flokks. Allir þeir hópar í þjóðfélaginu, sem á einhvern hátt verða fyrir barðinu á auðvaldinu eða eru i andstöðu við fyrirbæri, sem af þess rótum eru runnin, eru hugsanlegt byltingarafl á einhverju stigi baráttunnar. Það er verkefni flokksins að sameina þessi öfl í sem víðtækastri samfylk'ngu. I sjálfri hagsmunaþaráttunni er oft hægt að ná sam- stöðu við hluta millistéttanna, einkum á kreppu- tímum. Þá möguleika verður að hagnýta til hins ýtrasta. Ég hef áður minnst á mengunina, hvermg hægt er að sameina mikinn fjölda manns i bar- áttu gegn henni og sýna öllum, sem vilja hugsa, af hvaða rót hún er sprottin. En víðtækastri sam- vinnu ætti að vera unnt að ná í baráttunni gegn erlendri ásælni, herstöðvunum, aðildinni að NATO og innrás erlends auðmagns, sem breyta mundi l?landi í hálfnýlendu, ef ekki væri staðið á verði. 55

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.