Réttur


Réttur - 01.01.1975, Page 41

Réttur - 01.01.1975, Page 41
að í 70—80% tilfella eru þeir í félagslegri eigu að einhverju eða öllu leyti, þannig að tryggt er að fjármagnið og atvinnutækið er bundið heimabyggðinni. Mjög víða eiga sveitarfélög eða samtök og fyrirtæki almenn- ings á staðnum þessi skip, að meiru eða minna leyti. Víða eiga kaupfélög hlut að máli og í nokkrum tilfellum ríkisvaldið. Það sem skiptir meginmáli í þessum efn- um er, að skuttogarakaupin sýndu það og sönnuðu þegar, þrátt fyrir hrakspár ýmsar og úrtölur, að þau gerbreyttu afkomu viðkom- andi byggðarlaga, buðu upp á stöðuga og trygga atvinnu og stuðluðu að verulegri jöfn- un lífskjara í landinu. ★ I málefnasamningi vinstri stjórnarinnar voru ýmis ákvæði er miðuðu að því, að búa bemr að undirstöðuatvinnuveginum, m.a. með lagfæringum í lánamálum og auknu framlagi ríkissjóðs til stofnlánasjóða. I. Hetldarlán Fiskveiðistjóðs: Heildarlán Fiskveiðisjóðs voru stóraukin. 1969 voru þau 508 miljónir 1970 — — 496 — 1971 — — 858 — 1972 — — 1264 — 1973 — — 2296 — 1974 — — 3006 — 2. Lánakjör: Fyrrverandi ríkisstjórn lét breyta lána- kjörum Fiskveiðasjóðs á eftirfarandi hátt: Stofnlánum út á ný fiskiskip var breytt í 20 ára lán í stað 15 áður. Lán út á fasteignir voru lengd í 10—15 ár í stað 8—19 ára áður. Vextir voru lækkaðir úr 6.5% í 5.5% af skipalánum og úr 8% í 7% af fasteigna- lánum. 3. Framlag rtkissjóðs til Fiskveiðasjóðs var ekkert á árinu 1970 en 1974 var það 210 miljónir. 4. Endurkaup afurðavíxla: Hjá Seðlabankanum voru endurkaup afurðavíxla aukin í 67 % af áætluðu útflutningsverði afurðabyrgða í stað 52— 54%, og vextir bankans af slíkum lánum 41/2% í stað 514%. Jafnframt kom ríkisstjórnin því til leiðar, að viðskiptabankár hækkuðu afurðalán sjáv- arútvegsins úr 70% í 7514. 5. Fiskverð til sjómanna. Miðað við 1. júní 1971, hækkaði fisk- verð til sjómanna sem hér segir: 1. ágúst 1971 18,3% 1. jan. 1972 10.0% 1. okt. 1972 15.0% 1. jan. 1973 9.0% 1. júní 1973 13.0% 1. okt. 1973 15.0% 1. jan. 1974 11.0% Samtals var fiskverðshækkun að meðaltali 140% á þessu tímabili. UPPBYGGiNG FRYSTIHÚSANNA I tengslum við togarakaupin var hafist handa um stórfelldar endurbætur allra frysti- húsanna í lándinu, og hafin bygging 19 nýrra. A þessum tíma voru frystihús landsmanna yfirleitt orðin gömul og stóðust hvorki kröfur viðskiptaþjóða okkar né al- mennar kröfur um vinnuáðbúnað verkafólks, hreinlæti og nútíma vélvæðingu. Fjáröflun til þessara framkvæmda var gífurlega mikil og erfið. Alls námu fram- kvæmdaáform þessi 4.400 miljónum króna, en fara auðvitað langt fram úr því. Aðal- þungi fjármögnunarinnar var borinn af Fiskveiðasjóði, sem lánaði 60 til 70%, en einnig komu bæði Byggðasjóður og Atvinnu- leysistryggingasjóður til skjalanna og veittu fé til veikari byggðarlaga í þessu skyni. 41

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.