Réttur


Réttur - 01.01.1975, Síða 25

Réttur - 01.01.1975, Síða 25
Blóðug jól í Guatemala Böðlar Bandaríkjaleppanna halda áfram handverki sínu Þann 20. desember siðastliðinn tókst leynilögreglunni i Guatemala að ná leiðtoga kommúnista í Guatemala UMBERTO ALVARADO, sem er skáld og rithöfundur. — Leynilögreglan hafði tvisvar áður náð honum og reynt að hræða hann frá að starfa að bættum kjörum og frelsi alþýðunnar í Guatemala, en kommúnistaflokkurinn er bannaður og verður að starfa á laun. Seinast náðu þessir böðlar honum 1972 og píndu. Nú ætluðu þessir böðlar hinsvegar ekki sð eiga þennan hugrakka hugsjónamann leng- ur yfir höfði sér. Fyrst reyndu þeir á hryllilegan hátt að pína hann til sagna um skipu- lag leynibaráttunnar. Þegar það tókst ekki, stungu þeir úr honum augun, ráku byssu- stingina hvarvetna í andlit hans og skutu hann síðan. Líkinu fleygðu þeir síðan í göturæsi. Sú ríkisstjórn, sem lætur vinna þessi níð- ingsverk, er undir sérstakri vernd Bandaríkja- stjórnar. A síðustu árum hafa um 10000 kommúnistar og aðrir lýðræðissinnar og ætt- jarðarvinir í Guatemala verið myrtir. Þetta morð á foringja kommúnistanna nú er ekki fyrsta fórnin, sem sú forustusveit færir. Osorio hershöfðingi, kallaður „hýenan”, sem var forseti á undan þeim, er nú situr (Garcia), lét myrða Bernardo Alvarado Monzon, þáverandi formann kommúnista, og fimm félaga hans úr miðstjórn flokksins. (Aður skýrt frá þeim morðum í „Rétti”). Þeir voru allir píndir hræðilega áður, síðan skotnir og líkunum fleygt í hafið úr flugvél. Alþýðan í Guatemala lætur þó ekki bug- ast þrátt fyrir ógnarstjórnina. I kosningum síðasta árs greiddi meirihluti atkvæði gegn harðstjóranum, en gripið var til falsana svo böðlarnir héldu völdum, en skipt um for- setalepp. 1. maí fjölmennti alþýðan út á göt- ur til mótmæla, en ríkisstjórnin lét skjóta á kröfugöngurnar, fjórir voru drepnir, fjöldi særður og margir handteknir. Það er nú rúmir tveir áratugir síðan Banda- ríkjastjórn lét 1954 steypa framfarasinnaðri borgaralegri stjórn Arbenz forseta í Guate- mala, af því vissar framfararáðstafanir snertu illa auðhringinn United Fruit, sem á mest jarðnæði í landinu. Þá var það, sem Jakobína Signrðardóttir orti kvæði það, sem hér er birt nú, en birtist þá í „Rétti”, 1. hefti 1954 ásamt grein um „Island og Guatemala” eftir Asgrím Albertsson. Juan José Alevalo, sem var forseti landsins frá stríðslokum til 1951, er Arbenz tók við, hefur ritað bókina „Há- karlinn og sardínurnar" einmitt um meðferð Bandaríkjaauðvaldsins á löndum eins og Guatemala og Nicaragua. Hún kom út hjá „Máli og menningu” 1962. 25

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.