Réttur


Réttur - 01.01.1975, Qupperneq 25

Réttur - 01.01.1975, Qupperneq 25
Blóðug jól í Guatemala Böðlar Bandaríkjaleppanna halda áfram handverki sínu Þann 20. desember siðastliðinn tókst leynilögreglunni i Guatemala að ná leiðtoga kommúnista í Guatemala UMBERTO ALVARADO, sem er skáld og rithöfundur. — Leynilögreglan hafði tvisvar áður náð honum og reynt að hræða hann frá að starfa að bættum kjörum og frelsi alþýðunnar í Guatemala, en kommúnistaflokkurinn er bannaður og verður að starfa á laun. Seinast náðu þessir böðlar honum 1972 og píndu. Nú ætluðu þessir böðlar hinsvegar ekki sð eiga þennan hugrakka hugsjónamann leng- ur yfir höfði sér. Fyrst reyndu þeir á hryllilegan hátt að pína hann til sagna um skipu- lag leynibaráttunnar. Þegar það tókst ekki, stungu þeir úr honum augun, ráku byssu- stingina hvarvetna í andlit hans og skutu hann síðan. Líkinu fleygðu þeir síðan í göturæsi. Sú ríkisstjórn, sem lætur vinna þessi níð- ingsverk, er undir sérstakri vernd Bandaríkja- stjórnar. A síðustu árum hafa um 10000 kommúnistar og aðrir lýðræðissinnar og ætt- jarðarvinir í Guatemala verið myrtir. Þetta morð á foringja kommúnistanna nú er ekki fyrsta fórnin, sem sú forustusveit færir. Osorio hershöfðingi, kallaður „hýenan”, sem var forseti á undan þeim, er nú situr (Garcia), lét myrða Bernardo Alvarado Monzon, þáverandi formann kommúnista, og fimm félaga hans úr miðstjórn flokksins. (Aður skýrt frá þeim morðum í „Rétti”). Þeir voru allir píndir hræðilega áður, síðan skotnir og líkunum fleygt í hafið úr flugvél. Alþýðan í Guatemala lætur þó ekki bug- ast þrátt fyrir ógnarstjórnina. I kosningum síðasta árs greiddi meirihluti atkvæði gegn harðstjóranum, en gripið var til falsana svo böðlarnir héldu völdum, en skipt um for- setalepp. 1. maí fjölmennti alþýðan út á göt- ur til mótmæla, en ríkisstjórnin lét skjóta á kröfugöngurnar, fjórir voru drepnir, fjöldi særður og margir handteknir. Það er nú rúmir tveir áratugir síðan Banda- ríkjastjórn lét 1954 steypa framfarasinnaðri borgaralegri stjórn Arbenz forseta í Guate- mala, af því vissar framfararáðstafanir snertu illa auðhringinn United Fruit, sem á mest jarðnæði í landinu. Þá var það, sem Jakobína Signrðardóttir orti kvæði það, sem hér er birt nú, en birtist þá í „Rétti”, 1. hefti 1954 ásamt grein um „Island og Guatemala” eftir Asgrím Albertsson. Juan José Alevalo, sem var forseti landsins frá stríðslokum til 1951, er Arbenz tók við, hefur ritað bókina „Há- karlinn og sardínurnar" einmitt um meðferð Bandaríkjaauðvaldsins á löndum eins og Guatemala og Nicaragua. Hún kom út hjá „Máli og menningu” 1962. 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.