Réttur


Réttur - 01.01.1975, Síða 6

Réttur - 01.01.1975, Síða 6
atvinnugreina og hin pólitíska stoð þeirra. Kenning verslunarauðvaldsins um hið al- gera frelsi tekur ekkert tillit til þess að for- sendan fyrir því að hægt sé að selja vöru er að einhverjir hafi atvinnu til þess að geta keypt. Alþjóðaauðvaldið og erindrekar þess hugsa ekki um slíkt. Því ferst sem Hamborgarkaup- manninum í „Skynþúfu” Stephans G., er hann hafði féflett Islendinga og segir svo frá yfir veisluborðum í Hamborg: „Þó hyrfi um stund af hólma þeim hlutur gróðavona, til eru ótal horn um heim hæf að vinna svona." Alþýða íslands hefur með stéttabaráttu sinni og gífurlegri vinnu — fyrst og fremst sjómennirnir — hvað eftir annað skapað sér allgóð lífskjör á síðustu þrem áratugum, en auðmannastétt Islands alltaf reynt að rýra þau — og reynir svo nú einu sinni enn. Hver kynslóð hins vinnandi fólks verður sjálft að læra að lifa í þessu landi með öllum þess erfiðleikum og miklu möguleikum. Land elds og ísa er ekki bara skáldlegt orðatiltæki. Hverri nýrri kynslóð þarf að skiljast til hlítar að til þess að skapa hér góð lífskjör og við- halda þeim, þarf ekki aðeins harða baráttu og þá miklu og löngu vinnu, sem íslensk alþýða lætur í té í ríkara mæli en víðast hvar er gert erlendis. Það þarf og forsjálni og hyggjuvit, hugsun fyrir land og lýð sem heild. Þá dugar ekki að liggja flöt fyrir áróðri erlends auðvalds, er það beitir allri auglýs- ingatækni sinni til þess að gera almenning sem kaupendur sér auðveldari gróðabráð. En svo hefur yfirstétt lands vors löngum gert og reynir að véla aðra til að gera slíkt hið sama. Hin vinnandi stétt þjóðarinnar og for- usta hennar verða þvert á móti sjálfstæð og sterk að gerast sn forsjá, er þjóðin þarfnast. II. KREPPAN: FYLGIFISKUR AUÐVALDSINS ÁÆTLUNAR- BÚSKAPUR: ÚRRÆÐI ALÞÝÐUNNAR Kreppur hafa verið fylgjur auðvaldsskipu- lagsins frá því það varð til, lengst af ein á áratug, þar til heimskreppan mikla dundi yfir 1929. Þá greip auðmannastéttin fyrst til fas- ismans og síðan til heimsstyrjaldar m.a. til þess að yfirvinna hana. RAUÐKA Þegar sú kreppa skall yfir Island börðust bæði Kommúnistaflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn gegn þeim sáru afleiðingum hennar, er þá bitnuðu hart á allri alþýðu. Kommúnistaflokkurinn stóð í broddi fylk- ingar í Joeirri stéttabaráttu, sem þá var háð. Alþýðuflokkurinn (sem þá var og Alþýðu- sambándið) setti fram af stórhug hugmynd sína um „íslenska 4-ára áætlun" í þingkosn- ingunum 1934 og fylgdi henni eftir með hinni róttæku stefnuyfirlýsingu á þingi Al- þýðusambands og Alþýðuflokks haustið 1934, er birt var í síðasta hefti „Réttar", bls. 233—.34. Alþýðan fylkti sér um þessa stefnu. Alþýðuflokkurinn vann sinn mesta kosninga- sigur. „Stjórn hinna vinnandi stétta" var mynduð. „Rauðka", skipulagsnefnd atvinnu- mála, var sett á laggirnar. — En afturhaldið í Framsókn hindraði að góðar hugmyndir heildarstjórnar á atvinnulífinu yrðu fram- kvæmdar. „Vegurinn til vítis er lagður góð- um áformum, sem aldrei eru framkvæmd," kvað Hamlet hafa sagt. (Sjá betur um þessi

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.