Réttur


Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 80

Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 80
En höfðingjarnir skildu betur en öreigarnir sjálfir teiknið, sem var á lofti og sögðu: ,,allt skuluð þið fá fyrirhafnarlaust, lítið I einu, en allt með tímanum, ef við megum eiga hallirnar okkar og bankana okkar og atvinnufyrirtækin okkar og embættin okkar og völdin. Allt skulum við gefa ykkur smámsam- an, ef þið forðið okkur frá heims- sl tum byltingarinnar." Og þeir treysta varnir sínar gegn bylting- unni og nýrri veröld, en öreigar allra landa, þeir sameinast ekki. Siðan kemur stríðið og herinn. Það verður nóg atvinna, og pen- ingar taka að streyma. Bylting n, sem átti að rýma sviðið fyrir ríki öreiganna, hefur fjarlægst, og allt verður óskýrt og þokukennt. Hörður frændi gerist víðsýnn með árunum, fer að sjá málin frá ýmsum hliðum og vill fara að öllu með gát. Hann aðhyllist hægfara umbótastefnu. Nú hafa allir nóg að bíta og brenna, sem nenna að vinna, „allt mitt greiði ég fyrir að fá að bera húsið mitt á bakinu ævilangt". Kidda spyr móður sina hvað þau vanti, hún á ekki við hluti „það er fullt af drasli i kringum okkur, hlutum, sem þið kaupið og allir kaupa, hvaða gagn er að svona hlutum mamma"? Móðirin kann ekki önnur ráð andspænis svona tali en taugaró- andi töflur. Aðr'.r flýja á náðir trú- arbragða í ýmsum myndum. I bókarlok er Pétur fundinn eft- ir töluverða leit. Vitanlega gat hann ekki horfið aftur til upphafs síns, hann er vaxinn frá því um- hverfi, og sá heimur stendur ekki lengur, en sú veröld, sem hann lif- ir I, vex honum yfir höfuð. Hann er sambandslaus, en megnar ekki að breyta neinu þar um. Þegar ó- mennsku andrúmslofti gerviblóm- anna úr plasti, þyrmir yfir hann, og hann ætlar loksins að sýna virka andstöðu, „i þetta sinn skal ég þerjast", þá eru aðgerðir hans vanmáttugar og standa i tákni sjúkleikans. Þær höggva ekki að rótum þeirra aðstæðna, sem hafa fært hann I kaf og útþurrkað per- sónuleika hans. Mikið megum við Islendingar vera fegnir, að enn skuli uppvekj- ast meðal okkar skáld og rithöf- undar á borð við Jakobinu Sigurð- ardóttur. Dæmi hennar sýnir ótví- rætt, hve hneigðin til skáldskap- ar og ritmennsku er þrátt fyrir allt rik með þjóð okkar. Á meðan okkur berast skáld- verk borin uppi af svo hvassri hugsun og svo heitum huga, þurf- um við ekki að örvænta. Soffía Guomundsdóttir. Hans Kirk: Litteratur og tendens. — Gyldendals Ugleböger. Köben- havn. 1974. Hans Kirk var, sem mörgum Is- lendingum er kunnugt, einn af bestu rithöfundum Dana, fæddur 1898 og dó 1962. Nokkuð af skáldsögum hans hefur komið út á íslensku, meðal annara „Þræll- inn", ein besta skáldsaga dönsk og minnir aðalhetjan um margt á hið besta i Islendingasögum. Nú hefur útgáfufyrirtæki Gyld- endals gefið út úrval af greinum Hans Kirk um bókmenntir og sá Börge Houmann um úrvalið og ritar formála. En Hans Kirk reit löngum bókmenntadóma I blöð danska Kommúnistaflokksins, bæði „Arbejderbladet" fyrir strið og „Land og Folk" eftir strið, en Börge Houmann var ritstjóri þess blaðs fyrstu árin eftir að hernámi lauk og var þá blaðið þriðja út- breiddasta blað Danmerkur. Það er mikill fengur að þessum greinum. Þar er ekki kastað t'l höndum — eins og til að afgreiða bækur I jólaönnum, — heldur er hér um að ræða hinar ágætustu skilgreiningar á fjölmörgum skáld- um og rithöfundum. Mætti þar sér- staklega tilnefna greinarnar um „Tom O'Shanter", kvæði Robert Burn, „Morten hin Röde", fram- halds Martin Andersen Nexös af „Pelle Erobreren", Honoré de Balsac, Jeppe Aakjær o. fl. Væri vel að ýmsar þessar greinar birt- ust á íslensku. Smárit um Martin Andersen Nexö. — Sirius. Það er til mikillar fyrirmyndar hvílíka rækt Börge Houmann sýnir Martin Andersen Nexö með útgáf- um á ritum um hann og skrifum. Á útgáfu bréfa hans var áður minnst. Nú nýlega gaf Börge Houmann út „De tomme pladsers passager- er" í upprunalegu útgáfunni, en það var hún, sem birtist I „Rétti" 1926 i þýðingu Finns Jónssonar. Áður hafði hann gefið út á sama hátt eftirfarandi smárit um ein- staka kafla í ævi skáldsins. Martin Andersen Nexö og börn- ene i Samara. 1967. Nu eller aldrig. (Um baráttu Nexö 1919). 1969. Hedersgaven. (Um meðferðina á Nexö 1939—40). 1971. Havörn og Proletar. (Um Nexö og Brandes). 1972. Digterspire i Spurvely. (Um M.A.N. I Askov 1891—1894). 1973. Undervejs med Pelle. (Um Pelle Erobreren). 1974. 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.