Réttur


Réttur - 01.01.1975, Síða 11

Réttur - 01.01.1975, Síða 11
nauSsynlegt að semja við slíka aðila. Og undir stjórn Lúðvíks Jósepssonar sem sjávar- útvegsráðherra tók sjávarútvegurinn stakka- skiptum svo sem greinir frá á bls. 37 í þessu hefti. Hinsvegar tókst ekki frekar en fyrri daginn að fá stigin skrefin til áætlunarbú- skapar og yfirstjórnar utanríkisverslunar. Framsókn er ætíð ófús á þær ráðstafanir, sem væru raunverulegur varnarmúr Islands gegn kreppu. Þjóðin var svo sjálf ekki á verði í þing- kosningunum 1974 frekar en 1946, en þá sem nú gat aðeins stórsigur sósíalista tryggt áframhald afkomuöryggis og sjálfstæðis. Þeir flokkar, sem hallastir eru undir ameríska valdið, ráða nú ríkinu. Verslunarvaldið hrós- ar nú sigri, undirgefnin undir erlenda hringa- valdið einkennir afstöðuna á ný. Það er máske táknrænt um ofstæki þessara aðila í garð sjálfstæðs íslensks atvinnulífs það, sem einn slíkur ofsatrúarmaður á „frjálsa verslun" sagði við íslenskan iðnrekanda: „Hvenær far- ið þið að leggja upp laupana?" IV. „BER ÞÚ SJÁLFUR FJANDA ÞINN” Ef svo fer að brotsjóar kreppunnar brotna nú inn yfir Island og atvinnurekendastéttin sem heild ætlar að láta þá skella alla á verka- lýð og starfsfólki en hlífa sjálfri sér og eign- um sínum þá er engin leið önnur fyrir verka- lýð Islands, er þessir herrar byrja að tala um „fórnir" o. s. frv., en svara þeim fullum hálsi með hinu fornkveðna: „Ber þú sjálfur fjanda þinn!" — Kreppan er verk auðvaldsskipu- lagsins. Það er best að herrar þess taki sjálfir afleiðingum hennar. Verklýðshreyfingin hefur á síðustu 30 ár- um hvað eftir annað stutt með valdi sínu atvinnurekstur í sjávarútvegi og iðnaði, þótt eðlilega hafi skorist í odda við atvinnurek- endur þeirra greina um kaupgjald. En at- vinnurekendur þessara íslensku atvinnugreina hafa flestir sýnt furðulega lítið pólitískt vit . á ferli sínum. Þeir hafa látið rugla sig í rím- inu hvað markaðsmöguleika snertir með „frjálsu verslunar"-áróðrinum og þeir hafa aldrei stutt verklýðshreyfinguna í kröfum hennar um niðurskurð á verslunar- og brask- bákninu. Verða þeir sjálfir að taka afleið- ingum afstöðu sinnar, ef þeir læra ekkert af reynslunni. Verkalýðurinn hefur nú sett fram kröfur sínar. Hann hefur vald til þess að hrinda þeim árásum, sem á hann voru gerðar og ná aftur launakjörunum, er fyrr var um samið. En svari afturhaldsstjórn enn með gengis- lækkunum og öðrum ránsaðferðum eða stöðvi atvinnurekendur framleiðslutækin til langframa, þá verður verklýðshreyfingin að búa sig sem heild undir pólitíska lausn á því öngþveiti, er auðvaldsaðferðirnar skapa ís- lenskum atvinnurekstri hvað eftir annað. Sú lausn er yfirtaka verkalýðsins og þjóðarheild- arinnar á þessum framleiðslutækjum. Hvaða aðstöðu og aðferð til slíks snertir, þá skiptir mjög í tvö horn á landinu. Raunverulega er atvinnurekstur í lands- fjórðungunum þrem fyrst og fremst rekinn til að tryggja atvinnu þar, en ekki einvörð- ungu í gróðaskyni að kapítalískum hætti. Hið íslenska þjóðfélag þar er einskonar „sjálfsbjargarþjóðfélag". Væru gróðasjónar- mið kapítalismans látin drottna þar, myndu þau valda eyðingu byggðarinnar. („Blöndu- ósdeilan" eða „rækjustríðið" veitir ofurlitla innsýn í hvers skipulags er þörf þar). Þegar kapítalistar forðum daga fluttu burt, t.d. af Isafirði, með skip sín, tók alþýðan til sinna ráða — og þannig hefur það gengið út um 11

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.