Réttur


Réttur - 01.01.1975, Qupperneq 30

Réttur - 01.01.1975, Qupperneq 30
Blaðamaður „Horisont" segir mjög skemmtilega sögu frá því hvernig hann kynntist þessari konu: Það var í norðurhluta Portúgal, í gamal- dags sveitahéraði, að nokkrir róttækir fulltrú- ar lýðstjórnarhreyfingarinnar í hinu nýja Portúgal reyna að halda fund í sveitaþorpinu Talhadas da Vougha í fylkinu Coimhra. Þetta fjallaþorp hefur auðsjáanlega verið lengi undir algerum áhrifum afturhalds og klerkalýðs. Fundurinn er haldinn undir berum himni, kassi hafður fyrir ræðupúlt. Ræðumönnum gengur illa að ná eyrum bændakvennanna í svörtum sunnudagsbúningnum og sveitaal- þýðunnar yfirleitt, hún er tortryggin og lok- uð, — en 30 til 40 krakkar leika sér hins- vegar á torginu. Skyndilega verður einhver breyting á. Það er sem klakinn taki að þiðna. Grannvaxin kona með dökk gleraugu hefur allt í einu fengið sveitafólkið til áð klappa ofurlítið og það bregður fyrir brosi á veður- börðum andlitum bændanna. Það var Margarida Tengarrinha, sem tal- aði svo til hjartna þeirra og heila að þeim skildist hvað Kommúnistaflokkurinn vildi gera í landbúnaðarmálum. Og fyrr en varir voru áheyrendur farnir að taka undir ræðu hennar með „heyr"-hrópum. Henni tókst að komást í snertingu við þetta fólk og sveita- konurnar flykktust að henni eftir fundinn til að spyrja hana spjörunum úr. Og hún kunni að svara. Síðan hittir blaðamaðurinn Margaridu aft- ur á flokksþingi Kommúnistaflokks Portú- gals, hinu sjöunda í röðinni og því fyrsta, sem haldið er opinberlega og í heyranda hljóði. Margarida var frá því í maí 1974 vara- maður í miðstjórn flokksins og ritstjóri blaðs- ins „A Terra" (Jörðin), sem er bændablað flokksins í norðurhluta Portúgals og vinnur að því að skapa samfylkingu bænda þar. Hún var nú einn af fulltrúum félaganna þar norður frá á flokksþinginu — og sést hér á myndinni í hópi þeirra: í ljósri peysu með gleraugu. Meira vitum við ekki um hana eða hvað á daga hennar hefur drifið síðan hún reit þá grein, er birtist í „Rétti" 1965. En við getum gert okkur það í hugarlund. Og ef til vill tekst okkur að fá að vita eitthvað um það síðar. II. ALVARO CUNHAL Frá Alvaro Cunhal var sagt nokkuð í 2. hefti Réttar sðasta árs (bls. 103—4), m.a. frá áratuga fangelsisvist hans í dýflissum fasismans, þar af 8 ár í einangrunarklefa. Hér skal brugðið upp svipmynd af meðferðinni á honum og þrem öðrum pólitískum föngum í þessu ríki Nato, sem þykist vera stofnað til verndar lýðræðis og mannrétt- inda undir handarjaðri Bandaríkjanna. Alvaro Cunhal lýsti svo meðferðinni eftir fyrstu handtöku sína. (Hann var þrisvar fangelsaður, í síðasta skiptið sat hann 11 ár — 1949—60): „Þegar ég var fangelsaður í fyrsta sinn og neitaði að veita PIDE, leynilögreglunni, um- beðnar upplýsingar, var ég handjárnaður og hrundið inn í hóp af lögreglumönnum. Þeir 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.