Réttur


Réttur - 01.01.1975, Síða 28

Réttur - 01.01.1975, Síða 28
jafnrétti konunnar, en hún sannaði með yfir- burðum sínum í ævistarfinu það sem aðrir reyndu að sanna með rökum. CLARA ZETKIN Clara Zetkin er einhver besti forvígismað- ur í frelsisbaráttu kvenna, fyrst og fremst kvenna af verkamannastétt, sem verklýðs- hreyfing heimsins hefur eignast og hún var samtímis einn af bestu og öruggustu foringj- um þýskra kommúnista. Clara Zetkin var fædd 1857 í Saxlandi og gekk 1878 í Sósíaldemókrataflokkinn. Er hún einn af fulltrúum flokksins við stofnun II. Alþjóðasambandsins 1889 í París. Flutti hún þar ræðu 19- júlí: „Fyrir frelsi konunnar" um jafnréttisbaráttu konunnar í þjóðfélaginu og lagði þar fram grundvallaratriðin í öllu starfinu í frelsisbaráttu kvenna af verkalýðs- stétt. Frá 1892 til 1917 var hún ritstj. að sósí- alistiska kvennatímaritinu „Die Gleichheit” („Jöfnuður"), sem varð undir stjórn hennar hið ágætasta marxistiska tímarit. Hún var fulltrúi á öllum flokksþingum og alþjóða- þingum á þessum árum. Það var fyrir tillögu hennar að samþykkt var á alþjóðaþingi II. Internationale í Kaupmannahöfn 1910 að helga einn ákveðinn dag (8. mars) baráttu kvenna fyrir jafnrétti, friði og sósíalisma. Clara Zetkin tók eindregna afstöðu gegn heimsstyrjöldinni og stóð við hlið Rósu Lux- emburg, Karls Liebknechts o.fl. að tímaritinu „Die Internationale" og var með í stofnun „Spartacusar”. Hún sat þá um tíma í fangelsi vegna starfs síns að því að skipuleggja kon- ur til barátm gegn stríðinu. Hún tók ein- dregna afstöðu með byltingunni í Rússlandi og þrátt fyrir veikindi vann hún að undir- búningi byltingarinnar í Þýskalandi 1918. Clara Zetkin gekk 1919 í Kommúnista- flokk Þýskalands og var lengst af í miðstjórn hans, svo og í miðstjórn Alþjóðasambands kommúnista. Stjórnaði hún kvennatímariti Alþjóðasambandsins „Die Kommunistische Franeninternationale.” Hún sá snemma hætt- una á fasismanum og hvatti til hinnar víð- feðmustu samfylkingar gegn honum. Frá 1920 var hún þingmaður í þýska rík- isþinginu. Var hún aldursforseti þingsins 1932 og setti ríkisþingið þá með frægri ræðu, þar sem hún hvatti með allri sinni framsýni og mælsku til baráttu gegn nasismanum, en þá voru nasistar orðnir sterkasti flokkur þingsins. Þá var Clara Zetkin 75 ára, orðin all veik, en lét það ekki aftra sér. Hún dó ári síðar 20. júní 1933 í Moskvu. Clara Zetkin var ekki aðeins framúrskar- andi baráttumaður, ritfær með afbrigðum og hrífandi ræðuskörungur. (Ég minnist alltaf ræðu hennar í Sportpalast í Berlín 1922). Hún var og pólitískur leiðtogi, er mat að- stæður allar af mikilli raunsæi, þegar ýmsum forustumönnum karlkyns hætti við að láta heift og ofstæki eða rétttrúnað stjórna gerð- um sínum. Hún varð frá því hún í fyrsta sinn kom til Sovétríkjanna mikill persónu- legur vinur Leníns og konu hans, Krupskaju. Lenín hefur vafalaust fundið hjá henni margt af þeim eðliskostum, sem gerðu hann sjálf- an að svo miklum leiðtoga. Rit þessara þriggja, sem hér er getið og um þau: August Bebel: Die Frau und der Sozialismus. Margar útgáfur og þýðingar á þorra Evrópumála. Rosa Luxemburg: Gesammelte Werke 1—4. — (Fyrsta blndið í tvennu lagi). Dietz Verlag. Berlín. 1970—1974. Peter Nette: Rosa Luxemburg. Oxford Unlversity Press. London. 1969. (Um 500 síður, stytting úr tveggja binda aevisöguriti hans). Clara Zetkin: Ausgewahlte Reden und Schriften. (Úrval af ræðum og ritum 1889—1933) Dietz Ver- lag. Berlín 1957—1960. (Hvert bindi er með skýr- ingum 600—800 síður). Luise Dorncmann: Clara Zetkin. (Ein Lebens- bild). Dletz Verlag. Berlín. (440 síður). 28

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.