Réttur


Réttur - 01.01.1975, Page 74

Réttur - 01.01.1975, Page 74
ada sé á erlendum höndum. —- Ástralía er líka undirlögð breskum og bandarískum auð- félögum, 35% atvinnulífsins á valdi erlendra aðila. I Englandi hefur misskipting auðsins löng- um verið ægileg. Þar eiga 5% af íbúunum 53% af þjóðarauð Bretlands, en 95% verða að láta sér nægja 47% þjóðarauðsins. — Þegar talað er um gjaldþrot Bretlands, þá er því eðlilegt að bresku kommúnistarnir svari: „Það er ekki Bretland, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti, það er kapítalisminn á Bretlandseyjum." Hvað samþjöppun valds í atvinnugreinum í Bretlandi snertir, þá hefur Labour Research Departvient (rannsóknarfyrirtæki verkalýðs- hreyfingarinnar) komist að eftirfarandi nið- urstöðu um stöðu fimm sterkustu fyrirtækja í hverri breskri iðngrein: Af 324 iðngreinum rannsökuðum, þá réðu fimm sterkustu fyrir- tækin meir en 70% sölunnar í 155 iðngrein- um, er seldu helming alls iðnaðarverðmætis, aðeins í 8 iðngreinum réðu þau undir fimmtungi. Meðalsamþjöppunin var 69% í höndum 5 þeirra stærstu árið 1968 og er 1974 líklega orðið 78%. — Nú flýta bandarísku auðhringarnir, sem setjast að í Bretlandi, þessari þróun. Á þeirra höndum er nú fjórðungur greiðslujafnaðar Bretlands. Nokkra sérstöðu hafa svissnesk auðfélög, sem drottna við hlið risanna frá hinum fornu stórveldum auðsins: Nestlé Alimentana er risafélag á sviði mat- væla og hverskonar neysluvara. Það auðfélag á m.a. 80% hlutafjár í „Findus,” sem upp- haflega stundaði fiskiðnað og útgerð í Noregi en hefur nú fært út kvíarnar. (Frá því félagi var sagt í Rétti 1962, bls. 135—138). Nestlé hefur meginið af starfsemi sinni utan Sviss, aðeins 1500 af 116 þúsund starfsmönnum félagsins vinna þar. Svipað hlutfall er hjá svissneska auðjötninum Hoffmann — La Rocbe, (lyf), en Ciba — Geigy auðfélagið, sem fyrr var nefnt hefur 70% starfsmanna sinna í fyrirtækjum utan Sviss. Svissneski raf- magnsrisinn Broivn, Boveri & Cie hefur það eins, dótturfélag hans í Vestur-Þýskalandi er stærra en sjálft móðurfélagið. — Island hef- ur kynnst ýmsum af þessum auðdrottnum. Holland hefur og nokkra sérstöðu þannig að Shell og Unilever eru að nokkru leyti hollensk, annars ensk, og ásamt Philips- hringnum er velta þessara auðfélaga svipuð og Hollands sjálfs. En gróði þeirra er að mestu leyti upprunninn utan Hollands: Af 402 þúsund starfsmönnum Philips-verksmiðj- anna eru aðeins 97 þús. í Hollandi, af 353 þúsund starfsmönnum Unileverhringsins eru 18700 í Hollandi. Shell og Unilever hafa um 500 dótmrfélög og „eiga í seli" í öllum vest- rænum löndum og flestöllum löndum þriðja heimsins. Þessir fjölþjóðahringar eru fljótir til að kippa fé sínu úr landi, sem þeim líst ótryggt pólitískt séð. Á óróaárunum 1968 til 1972 í Suður-Ameríku fjárfestu bandarískir auð- hringar 2.6 miljarða dollara þar, en tóku út 5,6 miljarða. Fjölþjóðahringarnir líta á „ríkisstjórnir sem hver önnur óþægindi sem verði að yfir- vinna eins og allar aðrar hindranir" segir bandaríski rithöfundurinn Anthony Sampson í bók sinni um ITT (International Telephone and Telegraph Co.), einni bestu rannsókn á slíkum auðjöfri. En þessir auðjötnar eru ekkert stimamjúkir við ríkisstjórnir, ef þær vilja fara að fylgjast með ferli þeirra. Árið 1969 vildi Bandaríkja- stjórn athuga ýms skjöl IBM vegna ákæru á félagið. IBM fleygði kurteislega nokkrum tonnum af skjölum í dómsmálaráðuneytið. Fimm ár eru liðin síðan. Rannsóknin stendur enn. 74

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.