Réttur


Réttur - 01.01.1975, Side 76

Réttur - 01.01.1975, Side 76
„I nafni lýðræðisins“ „Fagnaðarboðskapurinn, sem Bandarikin flytja sjálfum sér og heiminum, er letraður i loforðum sjálfstæðisyfirlýsingarinnar um jöfnuð og frelsi fyrir alla. Án þessa loforðs væru eins og Lin- coln skýrast sá, engin Bandariki til. Sá maður og sú hreyfing, sem ætlaði með einræðisráðstöfunum að verða herra Bandarikjanna, hafa því aðeins möguleika á að láta slíkt heppnast, að þau geri það í nafni lýðræðisins." Hans Morgenthau í „Spiegel", (ritgerð e'nkennd sem „Essay") 27. 1. 1975. Til hægri við .. . . Fundur var sem oftar I ríkis- stjórn Bandaríkjanna sl. vor. Rich- ard Nixon, þáverandi forseti, seg- ir, þegar ,,bréf“ Solshenitsyn til „sovétleiðtoganna" ber á góma: „Solshenitsyn er hægra megin við Barry Goldwater". Henry Kissing- er svarar: „Nei, herra forseti, hann er hægra megin við keisar- ana (,,zar"ana)." Endursagt úr frásögn í „Newsweek" 18. mars 1974. Hungrið í þriðja heiminum — eyðileggingin í auðvaldsheiminum Tvær myndir frá árinu 1974: Annarsvegar gryfja, þar sem kálf- um er kastað í, sem drepn r hafa verið af eigendum sínum, bænd- um í Bandaríkjunum, nánar tiltekið i Wisconsin. Voru bændur að mót- mæla verðlagsstefnu ríkisstjórnar- innar. — Hinsvegar mynd af lítilli stúlku með tóma skál í mögrum höndum, sjaldan fyllt. í 3ja heim- inum I fa 2500 miljónir jarðarbúa, 500 milj. af þeim þjást af hungri. Það deyja um 10 miljónir manna árlega úr hungri eða matarskorti. I ýmsum auðvaldslöndum er matur eyðilagður í stórum stíl, einkum hveiti. Aðe ns i Vestur- Þýskalandi voru á þrem árum yfir 3 miljónir smálesta af hveiti gerð- ar ónothæfar til matar, en hefði dugað upp undir 50 m Ijónum manna heilt ár sem brauð. í nafni frelsisins „Svo virðist sem forsjónin hafi ætlað Bandarikjunum það hlut- verk að níðast á Ameríku í nafni frelsisins." Simon Bolivar, frelsishetja Suður-Ameríku, 1826. w NEISTAR 76

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.