Réttur


Réttur - 01.01.1975, Síða 26

Réttur - 01.01.1975, Síða 26
AUGUST BEBEL KONAN OG SÓSÍAL- ISMINN Það er sérstök ástæða í ár fyrir alla sósíalista og aðra, sem brjóta vilja þjóðfélagsmál nútímans til mergjar, að kynna sér gildi sósíalismans fyrir frelsis- og jafnréttisbaráttu konunnar. — „Réttur“ vill i því sambandi minna á þrjá þýska verklýðsforingja, sem alveg sérstaklega koma við sögu í þessu sambandi. August Bebel reit þá bók, sem enn er ýtar- legasta rannsóknin og greinargerðin í senn fyrir stöðu konunnar á hinum ýmsu stigum mannfélagsþróunarinnar og síðan alveg sér- staklega ádeilan á aðstöðu hennar í auðvalds- þjóðfélaginu og hvaða erindi sósíalisminn eigi sérstaklega til kvenþjóðarinnar. Sú bók er „Konan og sósíalisminrí' („Die Frau und der Sozialismus"). Kom hún út fyrst fyrir næstum heilli öld, árið 1879 og þá undir fölsku flaggi, því þýski sósíalistaflokkurinn hafði verið bannaður, hvað starfsemi hans snerti 1878. Var látið líta svo út sem bókin hefði verið prentuð í Zúrich í Sviss, en hún var prentuð á laun í Leipzig. Þau 12 ár, sem bannið stóð komu út sex útgáfur af bókinni, prentaðar í Sviss. Þegar flokkurinn fékk aftur frelsi til starfa, jók Bebel bókina og 1891 voru níu útgáfur komnar. 1909 voru þær orðnar 50 og búið að þýða hana á fimmtán tungumál og átti allstaðar miklum vinsæld- um að fagna. Og enn er hún gefin út, m.a. á Norðurlandamálum. Það er því ljóst að sú bók á erindi til allra, sem áhuga hafa á þess- um málum. Bók þessi er yfir 500 blaðsíður, ákaflega heillandi aflestrar. Skal hér ekki reynt að rekja neitt innihaldið aðeins minnt á tvær setningar úr henni. Tutmgasta og áttunda kafla lýkur með þessum orðum: „Yfirstéttardrottnun hefur þá að eilífu runnið sitt skeið á enda og þá um leið drottnun karlmannsins yfir konunni." Síðustu orð bókarinnar eru: „Framtíðin er sósíalismans og það er fyrst og fremst verka- mannsins og konunnar." Fyrir nútímamanninn er það hrífandi við þessa bók að sjá sósíalismann sem framtíðar þjóðfélag, sem heillandi sýn brautryðjend- anna, en eigi aðeins þá ófullkomnu mynd, 26

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.