Réttur


Réttur - 01.01.1975, Síða 58

Réttur - 01.01.1975, Síða 58
Þau hjónin Helga Þorsteins- dóttir og Þorbjörn Guðjónsson relstu bæ sinn Kirkjubæ og urðu að sjá hann fara undir hraunið strax í upphafi eld- gossins í Eyjum 1973. um þrengingum var það sem Þorbjörn fékk bróður sinn Guðjón O. Guðjónsson, prentara, nú bókaútgefanda hér í Reykjavík til þess að koma til Eyja og starfrækja þar prentsmiðju, sem ynni fyrir alla. I þessari prentsmiðju, sem gekk undir nafninu „Guðjónsbræður” var svo prentað fyrsta málgagn kommúnista þar í bæ „Eyja- blaðið” eldra. Þannig var Þorbjörn allstaðar þar kominn, sem þörfin var mest fyrir lið- sinni góðra manna, alltaf jafn tillögugóður og gjörhugull. Af hinu gamla, harðskeytta baráttuliði var, þegar eldgosið braust út í Eyjum, enginn orðinn eftir nema Kirkjubæjarbóndinn. Hinir höfðu ýmist verið kvaddir til starfa annars- staðar á vegum hreyfingarinnar svo sem þeir Isleifur, Jón, Haukur Björnsson, Haraldur Bjarnason og Guðmundur Gíslason, eða þeir voru fluttir burt af öðrum ástæðum. Að vísu höfðu margir ágætir menn komið í skarðið, svo sem jafnan verður. Þegar svo eldgosið brýst út rétt austan við húsvegginn hjá Þorbirni leysir þessi æðru- lausi maður út búpening sinn og rekur hann niður að höfn til slátrunar. Þarna standa þau svo hin aldurhnignu, samhentu hjón Þor- björn og konan hans, Helga Þorsteinsdóttir, sem um langa ævi hefur varla fallið verk úr hendi, og horfa á bæinn sinn, hið víð- áttumikla tún — ævistarfið, brenna upp og síðar sökkva þrjátíu metra undir yfirborð jarðar, engum til nota um alla framtíð. Það þarf sterk bein til að þola slíkt. Sjálfsagt munu margir segja, að hin rót- tæka verkalýðshreyfing standi í mikilli þakk- arskuld við Þorbjörn, sem nú er dáinn. Lík- legt þykir mér þó að bæði hann og helstu samherjar hans, sem horfnir eru til feðra sinna hefðu afþakkað allt slíkt þakklæti því hinir ágætustu menn gera það eitt, sem þeir telja sannast og réttast án nokkurrar kröfu um endurgjald eða þakkir. Slíkt er eðli hins heilsteypta manns, 58

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.