Réttur


Réttur - 01.08.1975, Page 15

Réttur - 01.08.1975, Page 15
Sigríður Þorsteinsdóttir Soffía Guðmundsdóttir Guðrún Guðvarðardóttir sem sé í ljós að hlutskipti karls og konu í hin- um ýmsu löndum og á hinum ýmsu tímum hefur verið mjög með ýmsu móti og kynjunum sitt á hvað í vil — að minnsta kosti ef miðað er við valdhefðina eina. Eins og hlutur karlmannsins hefur spannað allt neðan frá þræli og betlara upp í keisara, páfa eða guð, eins hefur hlutur konunnar spannað allt neðan frá ambátt og skækju upp í meykóng, guðsmóður eða gyðju. Feðraveldi hefur að vísu löngum verið algeng- asta form ættbálks eða fjölskyldu víða um heim. Mæðraveldi hefur þó einnig átt sér stað og enn finnast leifar þess, til dæmis sumstaðar í Ind- Landi, þótt raunar sé það nú í hraðri uppplausn. Bæði norður í Assam og suður á Malabarströnd- inni erfa konur allar eignir og hafa þannig fjár- málavaldið í hendi sér, en karlmennirnir eru að- eins einskonar ráðsmenn þeirra. Og enda þótt fjölkvæni hafi verið algengt og sé það raunar víða enn í dag í þrem heimsálfum, þá hefur fjölveri einnig átt sér stað og fyrirfinnst sumstað- ar enn. Á Markvesaeyjum er það algengt form hjónabands að margir óskyldir menn séu giftir sömu konunni, en hinsvegar tíðkast sá siður í einu fylki Indlands að margir bræður séu fjöl- verisfélagar. Þá má geta þess að það hefur ekki verið óalgengt fyrirbrigði að karlmenn legðust á sæng í konunnar stað og yrðu að kúra þar allt upp í hálfan mánuð. Sá siður tíðkaðist meira að segja með böskum á Spáni allt fram undir okk- ar daga, auk þess sem hann er enn við lýði meðal sumra frumstæðra þjóða í Asíu og Ame- ríku. Þannig mætti lengi til tína. Öll hafa þessi afbrigði samlífshátta kynjanna vaxið upp af sérstökum skilyrðum baráttunnar fyrir tilverunni á hverjum stað og tíma og sýna þau að hlutverkaskipting manns og konu hefur þróast með ýmsu móti — og fer það mjög cftir mati á eiginleikum og aðstæðum hvort kynið hefur farið halloka í hvcrju tilfelli. En telja rná 159

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.