Réttur


Réttur - 01.08.1975, Qupperneq 15

Réttur - 01.08.1975, Qupperneq 15
Sigríður Þorsteinsdóttir Soffía Guðmundsdóttir Guðrún Guðvarðardóttir sem sé í ljós að hlutskipti karls og konu í hin- um ýmsu löndum og á hinum ýmsu tímum hefur verið mjög með ýmsu móti og kynjunum sitt á hvað í vil — að minnsta kosti ef miðað er við valdhefðina eina. Eins og hlutur karlmannsins hefur spannað allt neðan frá þræli og betlara upp í keisara, páfa eða guð, eins hefur hlutur konunnar spannað allt neðan frá ambátt og skækju upp í meykóng, guðsmóður eða gyðju. Feðraveldi hefur að vísu löngum verið algeng- asta form ættbálks eða fjölskyldu víða um heim. Mæðraveldi hefur þó einnig átt sér stað og enn finnast leifar þess, til dæmis sumstaðar í Ind- Landi, þótt raunar sé það nú í hraðri uppplausn. Bæði norður í Assam og suður á Malabarströnd- inni erfa konur allar eignir og hafa þannig fjár- málavaldið í hendi sér, en karlmennirnir eru að- eins einskonar ráðsmenn þeirra. Og enda þótt fjölkvæni hafi verið algengt og sé það raunar víða enn í dag í þrem heimsálfum, þá hefur fjölveri einnig átt sér stað og fyrirfinnst sumstað- ar enn. Á Markvesaeyjum er það algengt form hjónabands að margir óskyldir menn séu giftir sömu konunni, en hinsvegar tíðkast sá siður í einu fylki Indlands að margir bræður séu fjöl- verisfélagar. Þá má geta þess að það hefur ekki verið óalgengt fyrirbrigði að karlmenn legðust á sæng í konunnar stað og yrðu að kúra þar allt upp í hálfan mánuð. Sá siður tíðkaðist meira að segja með böskum á Spáni allt fram undir okk- ar daga, auk þess sem hann er enn við lýði meðal sumra frumstæðra þjóða í Asíu og Ame- ríku. Þannig mætti lengi til tína. Öll hafa þessi afbrigði samlífshátta kynjanna vaxið upp af sérstökum skilyrðum baráttunnar fyrir tilverunni á hverjum stað og tíma og sýna þau að hlutverkaskipting manns og konu hefur þróast með ýmsu móti — og fer það mjög cftir mati á eiginleikum og aðstæðum hvort kynið hefur farið halloka í hvcrju tilfelli. En telja rná 159
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.