Réttur


Réttur - 01.08.1975, Qupperneq 32

Réttur - 01.08.1975, Qupperneq 32
mesti maðurinn, sem Bretland hefur eignast á nítjándu öld. Bernard Shaw kvað hann vera „mesta ljóðskáld, mesta rithöfund í óbundnu máli og ágætasta handverksmann landsins" og kvað hann „gnæfa því hærra yfir sjóndeildarhringinn því fleiri af samtíð- armönnum hans, er mest voru auglýstir, hurfu sjónum manna." Morris var í miklum metum í Englandi sem skáld og listfrömuður er hann 1868 kynntist Eiríki Magnússyni og kemst í snert- ingu við Islendingasögurnar, sem þeir fara að þýða saman. Það er sem opnist nýr heim- ur fyrir Morris, heimur „hugrekki og vona", alger andstæða við þann heim, sem hann þekkti. Morris leit augum listamannsins og hug- sjónamannsins á England Viktoríutímabils- ins, á það England, er auðmannastéttin skóp, og hann sá að var harla Ijótt. Hann fyrirleit andlega snauða, hræsnis- og hroka-fulla borgarastétt Bretlands, hafði andstyggð á því auma, lágkúrulega mannfélagi, sem hún mót- aði í sinni ömurlegu mynd, honum rann til rifja hvernig þessi andlausa yfirstétt var í taumlausri græðgi sinni að eyðileggja allt, sem fagurt var í Englandi, og hann harmaði sérstaklega hve henni var að takast að um- skapa verkalýð Bretlands í samskonar vesal- menni í örbirgð hans og hún sjálf var í ríki- dæmi sínu. Og hann fann andstæðuna við þennan andlega og líkamlega vesaldóm í Islendingasögum og Edduljóðum — og þessi listaverk hetjualdarinnar gáfu honum nýjan þrótt og kjark á bölsýnisstund, er leiddu hann að lokum til sósíalismans. Einn besti ævisöguritari Williams Morris, E. Thompson,2) segir svo um þessa furðu- legu þróun: „Þessi nýi þróttur hans átti ekki fyrst og fremst rætur sínar að rekja til vinnu hans, til Kelmscott,:l) né til nýrra vina, eða snertingar við iðnverkalýðinn, né til nýrrar reynslu í daglegu lífi hans. Hann öðlaðist þennan kraft, að því er virðist, frá lífsþrótti og hug- sjónum fátæks fólks í hrjóstrugu, norrænu landi á tólfm öld. Það eru fá betri dæmi í sögunni um byltingarmátt menningar en sú endurnýjun hugrekkis og trúar á mannkynið, sem barst frá Islandi til Williams Morris yfir úfið haf Norðursins og átta alda tímaskeið." „Gunnlaugs saga ormsmngu" og „Grettis- saga" koma út 1868 í þýðingu þeirra Eiríks og 1869 kynntist Morris Völsungasögu „stór- kostlegusm sögu, er sögð hefur verið", sagði Morris um hana og reit í formálann, er þýð- ingin kom út 1870 að þessi saga ætti að vera oss og eftirkomendum það, sem sagan af Troju var Grikkjum. Hann reit síðar, 1883 í bréfi til Andreas Scheu, að „dásamlegur ferskleiki og sjálfstæði hugsunarinnar í sög- unum, frelsisandinn, sem lifir í þeim, tignun hugrekkisins (hinnar miklu dygðar mann- kynsins), sá andi að semja sig ekki endilega að siðum annarra, („their utter unconvention- ality") gagntók hjarta mitt."4) Að sama skapi og aðdáun hans að hetj- um sagnanna óx, hreifst hann og æ meir af hinu forna máli sjálfu. I bréfi til Fred Hend- erson 1885 segir hann m.a.: „Mikið hefur breyst frá því á fyrri dögum tungunnar: eitt sinn tjáði sig hver, sem á annað borð gat tjáð sig, á svo fagran hátt, var skáld þá smnd- ina, af því allt málið var svo fagurt." Og hann ræðir hnignun málsins síðan. Kemst Morris hér að sömu niðurstöðu og t.d. lærðir Jesúítar, er kynntust máli og ræðum Indíána á þingum þeirra á 16. og 17. öld og minnir um margt á hinn fagra dóm Rasmusar Kr. Rask um íslenska tungu. (Sjá „Neista"). LÁGKÚRAN OG REISNIN Hvað var það í Islendingasögum og Eddu- ^76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.