Réttur


Réttur - 01.08.1975, Page 57

Réttur - 01.08.1975, Page 57
ERLEND VIÐSJÁ HlMH ÍTALÍA Það gætir mjög upplausnar í flokki „kristi- legra demókrata" í Italíu eftir hinn sögulega sigur Kommúnistaflokks Italíu í bæjarstjórn- arkosningunum 15. júní í sumar. Forsætisráðherra flokksins Moro sagði m.a. í ræðu: „Það hefur verið brotið við blað í sögu landsins, nýr kafli hefst .... Við erum ekki vinsæll flokkur, ef flokkur vor á að end- urfæðast, þá verður hann að losa sig við hroka valdsins. Framtíðin er ekki lengur bara á okkar valdi." Kvað hann nauðsynlegt að skapa nýja jákvæða afstöðu til kommúnism- ans. Fyrir ári síðan hefði svona yfirlýsing þessa manns vakið stórkostlega eftirtekt. Nú eru þessi ummæli aðeins veikur endurhljómur al- menningsálitsins á Italíu. „Kristilegi demókrataflokkurinn" er spillt- ur flokkur, hneykslin fylgja honum sem skugginn, foringja á hann enga, er duga, og frumkvæði er þar ekki að finna. Einn af starfsmönnum flokksins lýsti því nýlega, hvernig flokkurinn væri að „leika ríkisstjórn" alltaf með sömu gagnslausu mönnunum: „Við látum Rumor koma í stað Fanfani, Piccoli í stað Rumors, Colombo í stað Piccoli og Andreotti í stað Colombo — þangað til KPI (Kommúnistaflokkur Italíu) loksins kemur í stað DC („Demochristiani"). Þær ellefu miljónir ítalskra kjósenda, sem nú greiddu atkvæði með ítalska kommúnista- flokknum, eru sá múrveggur, sem hindrar fasistana í valdatöku, því flokkurinn er reiðu- búinn að mæta þeim á götunni eins og 1960, er slíkt valdarán fasista vofði yfir og komm- únistarnir sýndu vald sitt á gömnni. En flokk- urinn er líka reiðubúinn að stjórna, þegar fólkið felur honum það — og því hefur hann nú borgarstjórana í flestum stærsm borgum Italíu, — sumstaðar með aðstoð Sósíalista- flokksins, en svo mikið er álit Kommúnista- flokksins og upplausnin hjá hægri flokkun- um: „kristilegum" og „krötum" að t.d. í Milanó greiddu tveir bæjarfulltrúar hinna fyrrnefndu og þrír hinna síðarnefndu atkvæði með kommúnismm í borgarráðið — og voru auðvitað strax reknir úr þessum flokkum. Þeir kommúnistar, er annars standa vinstra megin við Kommúnistaflokk Italíu, svo sem flokkur sá, sem kenndur er við tímaritið Manifesto („Manifesto-PDUP") og fékk tæpa háifa miljón atkvæða í kosningunum (1,8%) kýs í borgarstjórnunum með Kommúnista- flokknum og átti nýlega í samingum við miðstjórn K.F. Italíu í húsi miðstjórnarinnar í Róm — þrátt fyrir mikinn meiningarmun. Fer því fjarri að þessir „vinstri kommúnistar" líti á ítalska Kommúnistaflokkinn sem ein- hvern sósíaldemókratiskan flokk. Raunsæi er ríkt hjá þessum aðilum öllum. VENEZUELA Vene2uela þjóðnýtir nú olíuiðnaðinn frá 201

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.