Réttur


Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 4

Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 4
I Reykjavík hafði verið háð þrotlaust starf hinna ýmsu kvennasamtaka og einstaklinga. Konur í nágrenni höfuðstaðarins fjölmenntu og til fundarins: frá Akranesi og Selfossi, frá Hafnarfirði og Kópavogi, — hvaðanæva streymdu konur að. Hafi einhver efast um undirstöðuþátt þeirra í atvinnu- og viðskipta- lífi landsins, þá sannfærðist hann, er vinna þeirra féll niður og hver stofnunin á fætur annarri lokaði — og sumar höfðu opið mest til gamans. Og ekki þurfti að spyrja að á- hrifunum á heimilunum. I samræmi við hina gífurlegu vinnustöðv- un var hið iðandi fjör og þróttur í kröfu- göngunum. Það voru ekki aðeins róttæk víg- orð á rauðum borðum, djarfar kröfur og vægðarlaus gagnrýni. Hljómsveit kvenna lék hinn forna hersöng „suffragettanna” og kon- urnar, ungu stúlkurnar ekki síst, sungu bar- áttusöngva allan tímann, — og slíkt hefur ekki heyrst um langt árabil í kröfugöngum í Reykjavík. Verkalýðssamtökin — undir karlaforustunni — þurfa vissulega að fara að dusta rykið af 1. maí. En hámarki sínu náði dagurinn á hinum stórfenglega útifundi, sem sprengdi Lækjar- torg. 20.000 til 25.000: fjöldinn gerði dag- inn að sigurdegi með nærveru sinni. Hljóm- sveit kvenna (úr Kópavogi), kór, konurnar tvær af Alþingi, Sigurlaug og Svava, Rauð- sokkarnir og fleiri voru allar í stíl við stór- fengleik dagsins. En reisn þessa dags, hin mesta og besta, varð ræða Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, verkakonu, sem talaði yfir mttugu þúsund- unum eins og sá sem valdið hefur og veit hvað fólkið dreymir um. Þessi ræðunillingur talaði blaðalaust og hiklaust, náði slíku sam- hreimi við mannfjöldann, af því hann snart hjörtu þeirra, klappið dundi við hvað eftir annað í ræðunni. Ræðan túlkaði vilja og kröfu hinna vinnandi kvenna af þeim kyngi- 212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.